Leita í fréttum mbl.is

Þetta er var ekki okkur að kenna!

Í fljótu bragði virðist fjölmiðlafulltrúi Iceland Express hafa gleymt að setja inn tvennt í tenglum við þessa frétt. Annarsvegar um aðmálið sé ekkinþeim að kenna heldur einhverjummöðrum t.d bara flugvélinni nú og svo er ekki minnst á að þeir íhugi að endurskoða samningin við þjónustuaðika sína á Spáni.
Ég endurtek nú skoðun mínu og spyr, hvenær ætla íslensk flugmálayfirvöld að gera ítarlega skoðun á flugvélum sem þjónusta Iceland Express? Þessar vélar virðast vera orðnar tifandi tímasprengjur.
mbl.is Sváfu á flugstöðvargólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

enn og aftur.

Íslensk flugmálayfirvöld hafa ekkert, endurtek ekkert með flugflotann að gera

Allar vélarnar eru skráðar í Englandi (með G-****) einkennistafi,

Pálmi bara hlær af okkur sem fyrr. Alltaf skrefi á undan lögunum. og við bara verslum áfram við hann...

Þá hlær hann bara meira !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 09:02

2 identicon

Þó vélarnar séu á breskum skráningarnúmerum þá geta flugmálayfirvöld hér gert skoðanir á þeim og stoppað þær ef eitthvað er að. Það er einmitt það sem Frakkarnir hafa verið svo duglegir við og stoppaði einmitt eina IE vél þar í síðasta mánuði.

Karl J. (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 10:33

3 identicon

Já þetta gengur ekki lengur, dóttir mín sem er ný orðin 18 ára átti einmitt að koma heim með þessari vél en þær vinkonurnar fóru aftur á hótelið sem þær höfðu veri á og takk fyrir hótelnóttin kostaði 27.000kr.

Er engan vegin ánægð með þjónustuna hja IE, þeir vissu að um bilun væri að ræða í öðrum hreyflinum áður en þeir lentu í Alicante, afhverju var ekki hægt að setja upp seinkun strax á skiltið??

Hafdís (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 10:33

4 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég er algjörlega sammála, félagið er lifandi tímasprengja. Ég og mín fjölskylda erum ein af þeim sem lentu í þessu, og við erum búin að vera nær tvo sólarhringa vakandi. Við fengum ekki hótel ásamt fjölda annarra, þeir létu barnafólk og fatlaða ganga fyrir enda sjálfsagt mál, en hinir sem eftir sátu urðu að bjarga sér, en ég reyndar heyrði að þeir hefðu komið sem flestum inn á hótel um kl 07.00 um morguninn.Ég og mín fjölskylda erum bara svo heppin að eiga fjölskyldu þar sem við fengum inni en það var ekki fyrr en kl 04.00 um nóttina. Ég var mest hrædd um að þurfa að fara heim í biluðu vélinni, en svo fór ekki. Það er augljóslega eitthvað að hjá þessu fyrirtæki.

María Anna P Kristjánsdóttir, 20.8.2011 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband