Leita í fréttum mbl.is

Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!

Nú hefur fjölmiðlafulltrúi Iceland Express ákveðið að skipta um kafla eða jafnvel bók. Nú segir hann að þetta sé "ófyrirgefanlega hegðun" fyrr í dag sagði hann

"Þó að það sé ekki skemmtilegt að hugsa til þess að fjórtán ára unglingur þurfi að fara til Kaupmannahafnar frá Billund í fylgd ókunnugs manns þá komst hún allavega heim og er heil á húfi og það er fyrir mestu að það gerðist".

Honum þótti þetta þá ekkert til þess að vola yfir því fjölskyldan hefði jú nýtt sér amk einn miða af þeim fjórum frímiðum sem hún fékk í skaðabætur. Hann bætti svo við

„Fjölskyldu þessarar stúlku voru boðnir frímiðar og það er mjög sérkennilegt að sjá það haft eftir móður hennar að hún treysti sér ekki við að versla við þetta félag aftur þar sem það er búið að nota að minnsta kosti einn þessara frímiða"

Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hverjir munu þjónusta Iceland Express á erlendis því nú hefur fyrirtækið velt því fyrir sér að segja upp samningnum við þennan þjónustuaðila í Danmörku en fyrir fáeinum vikum síðan sagði forstjóri fyrirtækisins að þeir ætluðu að hætta skipta við franksan þjónustuaðila sinn.

Er Iceland Express öruggt?


mbl.is Asa starfsmanns um að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú bara orðið hreinlega hlægilegt hvernig IE kennir alltaf öllum öðrum um en þeim. Þjónustufyrirtæki á flugvöllum erlendis sem hérlendis ER að vinna fyrir IE og er því þeirra fulltrúi á staðnum, það er mjög skýrt. Og þessi útskýringu með starfsmann í Billund finnst mér frekar langstótt. Finnst líklegra að þetta sé bara enn eitt bullið frá IE. Þess má líka geta að Billund Handling er eina flugþjónustufyrirtækið á Billund-flugvelli og sér því um öll flugfélög þar, þar á meðal Icelandair. Aldrei er neitt vesen hjá öðrum en IE eru fljótir að klína öllu á aðra en þá sjálfa.

Svo hér heima að þeirra síðasti flugþjónustuaðili (Airport Asscosiates) segir upp sínum samningi við IE, sem þá leitar til IGS en þeir vilja ekkert með IE hafa. IGS var þjónustuaðili IE hér á árum áður. Segir þetta ekki sína sögu um IE að enginn þjónustuaðili á Keflavíkurflugvelli vilji hafa neitt með IE að gera lengur?

Það að gerð sé SAFA inspection einsog í París um daginn hefur nákvæmlega EKKERT með flugþjónustuaðilann að gera, heldur er þetta öryggisúttekt á flugvélunum sjálfum frá flugmálayfirvöldum í Frakklandi, og eru þeir ansi duglegir við að gera það og eru talsvert stífari með allt en flest önnur lönd. Svo ef eitthvað kemur upp, þá fer það allt eftir hvernig samning IE hefur við sinn flugþjónustuaðila hvað verður að gert svo það er alveg fáránlegt hvernig IE klínir sökinni alltaf á alla aðra en þá. Flugþjónustufyrirtækin eru fulltrúar IE á staðnum, svo einfalt er það.

Það bila allar flugvélar einhvern tímann sama hvað flugfélagið, eða í þessu tilfelli ferðaskrifstofan heitir og er því eflaust jafn öruggt og hvað annað þar sem öryggisreglur í flugi í Evrópu eru stífar. En það hvernig fyrirtækið bregst við vandamálum sem koma upp og leysa úr fælir mann virkilega frá því að ferðast með þessu fyrirtæki. Fyrir utan að þeir eru bara ekkert ódýrari en samkeppnisaðilinn, sem veitir amk einhverja þjónustu.

Gunnar (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband