Leita í fréttum mbl.is

Moldu ertu kominn og að mold skaltu aftur verða!

Nýr "turn" hefur risið, Vinstri Grænir hafa risið upp á skömmum tíma og er stærri en Samfylkingin.  Stund hruns virðist vera runnin upp í Samfylkingunni og blekið á dánavottorðinu sem Jón Baldvin gaf út í síðustu viku er þornað og búið að panta líkkistuna, hún skal vera hvít með gylltum haldföngum.

Ég held að eini möguleiki Samfylkingarinnar um að lifa af sé að skipta um formann þ.e að boða til landsfundar og kjósa nýjan formann!


mbl.is Samfylkingin með minna fylgi en VG og ríkisstjórnin heldur velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Nei auðvitað eru það talningarnar á kjördag sem skitpa máli - eðlilegt að fagna en vera jarðbundnir !  

Óttarr Makuch, 6.2.2007 kl. 08:57

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Við spyrjum að leikslokum!  Hef t.a.m. ekki trú á því að Sjálfstæðis-flokkurinn hafi bætt við sig 8% á nokkrum dögum. Athugum það að 47% eru óákveðnir eða neita að svara. Þannig að ótímabært er að gefa út dánarvottorð á Samfylkinguna!  Mín spá um kosningarnar í vor er þessi:  Samfylkingin vinnur ,,varnarsigur" fær 27% fylgi, Framsókn geldur afhroð, fær 10%, Sjálfstæðisflokkurinn heldu sínu, 33-34%, VG vinnur góðan sigur (því miður) og fær 18% fylgi, önnur fraboð fá rest.  Geymdu þessa spá Óttar minn!

Egill Rúnar Sigurðsson, 6.2.2007 kl. 09:47

3 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Svo getur formaðurinn líka einfaldlega sagt af sér og játað að hún sé mát og að gera flokknum ógagn.  En það er spurning hvort hún metur meira sjálfa sig eða flokkinn.  Það er auðvitað okkur Sjálfstæðismönnum í hag að hún sitji sem allra lengst

Vilborg G. Hansen, 6.2.2007 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband