Leita í fréttum mbl.is

Ég er ríkastur allra!

Séð úr bústaðnumÞá erum við STÓR fjölskyldan komin heim úr bústaðnum, eftir vel heppnaða helgarferð með vinahjónum okkar (Júlla, Svölu og Katrínu Lilju). 

Við fórum í fallegu veðri uppí næst fallegasta stað lansins þe Borgarfjörðinn í sumarbústað rétt við Hreðarvatn.  Veðrið var ákaflega fallegt eins og sést á myndinni hér til hliðar, reyndar er það oftast nær svona gott þegar við erum uppfrá.... eða þannig Smile

Sú minnsta í fjölskyldunni þótti það stórskemmtilegt að fá að róla í nokkrar klukkustundir yfir helgina, alveg ótrúlegt hvað svona litlir og einfaldir hlutir eins og róla geta veitt þeim litlu mikla gleði svo tímunum skiptir.  Á meðan ég var að róla með Emmu Brá þá var Hafdís Emma Brá í róluHrönn að myndast við að "baka" snjókökur fyrir allan peningin Smile  Hún er líka alveg ótrúlega þolinmóð að leika sér við litlu systur sína.  Enda þegar ég fékk lángþráða hvíld frá rólunum, þá leysti hún mig af og bjó til stóra snjóköku með Emmu Brá, sem hafði reyndar mest gaman af því að skemma hana loksins þegar hún var fullgerð, en Hafdís Hrönn hefur þessa einstöku þolinmæði frá mér Whistling svo hún byrjaði bara uppá nýtt aftur.... og aftur.... og aftur.  Þar til við fórum inn í bústað og fengum okkur eitthvað gott í svanginn.  Ég segi það satt, ég er ríkastur allra að eiga svona stóra fjölskyldu !

Hafdís snjókelling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mikið átt þú fallegar telpur Óttarr minn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.2.2007 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband