Leita í fréttum mbl.is

Skattur, skattur og aftur skattur - hvað með öryggið?

Hvað er að hjá háttvirtum umhverfisráðherra?  Á að refsa mér og öðrum sem viljum vera á nagladekkjum vegna ferða okkar um landið þegar veturkonungur ræður ríkjum?  Er þetta rétta leiðin?  Nei það held ég ekki, þar sem nagladekkinn hafa virkað hvað best í hálku á þjóðvegum landsins!  Ég kalla eftir betur ígrunduðum hugmyndum háttvirtur ráðherra!?

 

Skattur lagður á nagladekk?

Umhverfisráðuneytið og Akureyrarbær boðuðu til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem kynnt var ný skýrsla um svifryksmengun á Íslandi og leiðir til úrbóta. Þar kom fram að svifryksmengun horfir í að verða alvarlegt vandamál og boðar umhverfisráðherra aðgerðir sem byggðar eru á tillögu starfshóps. Þar verður þeim sem aka um á nagladekkjum refsað með því að greiða hærri tolla en þeir sem nota ónegld dekk.

Á Akureyri fer svifryksmengun oftar á ári yfir heilsuverndarmörk en í Reykjavík en breytilegir þættir eins og veður og umferð skipta miklu. Sérstakt hrós fékk þó Akureyrarbær fyrir að hafa um áramótin felltniður gjaldtöku í strætó en auknar almenningssamöngur vega þungt í að halda menguninni niðri

Tillögur starfshópsins til úrbóta ganga út á tilmæli fremur en boð og bönn en að óbreyttu bitnar ástandið mjög á komandi kynslóðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Ólafsson

Persónulega er ég hlynntur því að stuðlað sé að aukinni notkun ónegldra dekkja, en það sem er dálítið leitt að sjá í þessu máli eins og svo mörgum áður að neyslustýringin er útfærð með því að hækka álögur á þá hluti sem reyna á að draga úr notkun á, en sjaldan eða aldrei dettur þessu blessaða fólki í hug að lækka álögur á þá hluti sem hvetja á til notkunar á.

Karl Ólafsson, 1.2.2007 kl. 22:42

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg er buin að að keyra i 55 ár meira og mynna og aldrei notað naggladekk,Eg mæli með að banna þau öllum sem ekki þurfa þess örggisins veggna þetta er oftat falst öryyggi,Góð vetrardekk eða harnkorna er yfirleit best!!!!

Haraldur Haraldsson, 1.2.2007 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband