Leita í fréttum mbl.is

Kemur ekki á óvart

Nei, ég get ekki sagt að það komi mér á óvart að Guðjón formaður Frjálslyndaflokksins vilji ekki lýsa yfir stuðningi við Margréti Sverrisdóttur í fyrsta sætið í Reykjavík Suður.  Það er alveg orðið ljóst og hefur reyndar verið það í nokkur tíma að Guðjón Arnar vill Margréti og hennar fólk úr flokknum og það sem fyrst!  Hún virðist vera óþægilegur tengiliður við "pabba" flokksins og telur Guðjón að allar slíkar tengingar eigi að slíta upp með rótum.  Ég hef vík ekki frá þeirri skoðun minni að Margrét er ein hæfasta manneskjan í Frjálslyndaflokknum og það væri mikill missir fyrir flokkinn að missa hana, sem líklegast hann!  Því varla vill hún starfa í flokk sem foryrstan vill hana burt og það með hraði. 

Það er synd að Guðjón vilji sinn veg svo greiðfæran sem raun ber vitni í fréttum síðustu daga.  Það er ekki sama hvort manneskjan sé jón eða sr. jón því, því formaður flokksins setti sín lóð heldur betur á vogaskálarnar þegar kosið var til varaformanns flokksins því hann nýtti öll þau tækifæri sem honum gafst til þess að lýsa yfir stuðningi við Magnús þór í það sæti.


mbl.is Guðjón Arnar segir kjördæmafélög ákveða framboðslista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það hlýtur að vera vont að skjóta sog svona oft í fæturnar, eins og þeir félagar eru að gera nú um þessar mundir....

Eiður Ragnarsson, 30.1.2007 kl. 00:27

2 identicon

Blessaður Óttarr.Var að sjá síðuna þína fyrst núna ekki verið að láta mann vita.Mjög svo gott og skemmtilegt hjá þér.Og mikið er ég nú sammála þér með Margréti.Kveðja Haddý.

Hafdís Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband