Leita í fréttum mbl.is

Ég var seldur! - Biluð Flugleiðavél og Köln.

Já það er ansi margt sem hefur komið upp síðasta sólahringin hjá mér, svo ekki sé nú meira sagt.  Föstudagurinn byrjaði á því að vinnuveitandi minn tilkynnti starfsmönnum að fyrirtækið hefði verið selt!  og því næst komu nýju eigendurnir inn og kynntu sig og við okkur, dramatísk stund.  Í morgun flaug ég því næst með BILAÐRI FLUGLEIÐAVÉL til Köben, slíkur var kuldinn í vélinni að það þurftu flestir að vera með teppi til þess eins að frjósa ekki í hel! Svo voru sjónvörpin líka biluð nema ef ske kynni að þau hefðu verið frosinn föst!  Eftir huggunina við að við skyldum hafa lent í Köben og getað gengið ein og óstudd út úr frystikistunni einnig var mjög skemmtilegt að hitta góðan vin við í fríhöfninni, gátum við því stytt hvor öðrum stundir og fengið okkur næringu á meðan hann beið eftir því að komast til Íslands og ég beið eftir því að komast til Dussildorf í Þýskalandi.  Nú er ég hinsvegar komin til Kölnar sem ég verð næstu 3 sólahringana !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Líði þér vel í Köln Í Óttarr minn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.1.2007 kl. 21:41

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gangi þér allt í haginn í Köln.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2007 kl. 21:42

3 Smámynd: Ólafur fannberg

skemmtu þér vel

Ólafur fannberg, 27.1.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband