22.1.2007 | 20:43
Smá um stjörnumerkin...
Fékk þetta sent í dag, svolítið öðruvísi en frekar spaugileg merking á stjörnumerkjunum
Hrútur (20. mars - 20. apríl): Þú ert óþolinmóður og fljótfær egóisti,
góður að lofa öllu fögru, en fljótur að gefast upp og láta aðra þrífa upp
skítinn. Þú ert keppnismaður og sérlega klár í að keppa við ranga aðila og
slá tilgangslaus högg útí loftið. Þú ert kvikindi, en það hjálpar hversu
einlægur, barnalegur og einfaldur þú ert.
Naut (20. apríl - 21. maí): Þú ert latur og þrjóskur, enda löngu
staðnaður og fastur í sama farinu. Peningar og þægindi eru það eina sem þú
hugsar um, enda háður nautnum, mat, sykri og skynörvandi efnum. Þú
hreyfist ekki úr stað og selur sannfæringu þína hæstbjóðenda. Þú ert lítið
betri en stífluð rotþró.
Tvíburi (21. maí - 20. júní): Þú ert eirðarlaus og yfirborðslegur, alltaf
á hlaupum frá einu tilgangslausu verkefni í annað, með hundrað ókláruð
járn í eldinum. Þú ert sí ljúgandi, enda sérfræðingur í að gefa loforð sem
þú getur ekki staðið við. Vissulega ertu vel gefinn, en þú sóar hæfileikum
þínum í blaður og óþarfa.
Krabbi (21. júní - 23. júlí): Þú þykist vera töff, en ert í raun aumingi
og tilfinningasósa, og getur ekki talað og tjáð þig, nema með því að væla
og kvarta. Þú ert fastur í fortíðinni og munt því fyrr en síðar kafna í
drasli og gömlum minningum. Þegar þú reiðist þá fer allt í einn graut og
upp blossar grimmd og hefnigirni. En svona dags daglega þá ertu fúll,
þunglyndur og sjálfsvorkunnsamur.
Ljón (22. júlí - 23. ágúst): Þú ert eigingjarn og of upptekinn af eigin
málum til að hafa áhuga á öðrum. Þú veist allt og hlustar ekki eða öskrar
á andmælendur þína. Þú ert svo barnalegur, einlægur og trúgjarn, að það er
augljóst að þú hefur aldrei fullorðnast. Þú ert latur, en þegar þú gerir
eitthvað, þá gengur þú of langt.
Meyja (23. ágúst - 23. september): Þú ert einn leiðinlegasti maður í
heimi, alltaf að kvarta, gagnrýna og skipta þér af fólki, en segir aldrei
neitt sem gagnast öðrum. Þú ert alltaf á hlaupum, þykist vera duglegur, en
gerir aldrei neitt af viti, ekki frekar en stormur í tebolla. Þú ert
stressuð taugahrúga.
Vog (23. september - 22. október): Þú þykist vera ljúfur og vingjarnlegur,
en ert í raun falskur og eigingjarn, brosir framan í fólk, en lýgur og
ferð bakvið aðra. Það tekur þig óratíma að taka ákvaðanir, en þegar það
loksins gerist, ertu óhagganlegur, enda of latur til að hugsa málin aftur
og of upptekinn af því að smjaðra fyrir öðrum.
Sporðdreki (23. október - 21. nóvember): Þú ert frekur og valdasjúkur,
færð einstök mál á heilann (þráhyggja) og ert því einhæfur og
hundleiðinlegur. Þú ert ímyndunarveikur og tortrygginn, móðgast útaf engu
og gerir úlfalda úr mýflugu. Lífið er annað hvort frábært eða ómögulegt.
Þú ert eins og biluð plata, stöðugt að spila sama lagið.
Bogmaður (22. nóvember - 21. desember): Þú ert týpan sem grautar í öllu,
en kann ekkert, enda alltaf á hlaupum úr einu í annað. Þú átt erfitt með
að þekkja takmörk þín, ert agalaus, flýrð óþægindi og veist ekki hvernig
þú átt að nýta hæfileika þína. Ef þú nærð tökum á einhverju, þá hleypur þú
í verkefni sem þú ræður ekki við.
Steingeit (21. desember - 20. janúar): Þú ert stífur og vansæll
vinnualki, fastur í tilgangslausum siðum og reglum, alltaf að skipta þér
af öðrum og segja þeim að gera það sem þú getur ekki gert sjálfur. Þú ert
snobbaður og þráir stöðutákn, enda með minnimáttarkennd sem þú heldur að
hægt sé að breiða yfir með titlum og merkjavöru.
Vatnsberi (20. janúar - 19. febrúar): Þú ert sérvitur og skrýtinn, og
alltaf svo langt á undan samtímanum að enginn skilur þig eða getur notað
hugmyndir þínar. Vissulega ertu svalur, en þú ert svo sjálfstæður,
ópersónulegur og hræddur við raunverulegan innileika, að þú ert í raun
alltaf einn, frosinn í einskis manns landi. Týndur á skýi í háloftunum.
Fiskur (19. febrúar - 20. mars): Þú ert rugluð og týnd sál og hefur ekki
hugmynd um hvernig þú átt að nýta hæfileika þína eða í hvaða átt þú átt að
fara. Þú vilt vera alls staðar og upplifa allt. En þar sem þetta er
ómögulegt, þá fer allt í vitleysu. En það gerir ekkert til, þú ert
sérfræðingur í sjálfsblekkingum og því að flýja raunveruleikann.
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
32 dagar til jóla
Af mbl.is
Innlent
- Sex fengu 615 milljónir
- Alþjóðastarfið mætir afgangi
- Brátt verður Brettingur á meðal vor
- Á móti stuðningi við vopnakaup
- Fundu fíkniefni ætluð til sölu
- Þarf að koma til móts við ólíkar þarfir lækna
- Vill selja hlut í Landsbankanum
- Svarar Sigurði: Nýjustu ýkjur úr Suðurkjördæmi
- Þung staða í kjaradeilu kennara
- Skýr vilji til að ganga í ESB
Erlent
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 175641
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það á líklega að gera þetta þanig að það sé ekki verið að oflofa en mér finnst þetta bara ekki nógu gott.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.1.2007 kl. 21:07
Það leynist eflaust álíkamikill sannleikur í þessu og í hinum "hefðbundnu" stjörnuspám. Er þetta ekki bara dekkri hliðin á eiginleikum þess fólks sem undir stjörnunum býr????
Ég hef t.d. tilhneygingu til þeirra hluta sem tíundaðir eru um mitt merki, þó svo að það sé nú ekki allt jafn svart....
Eiður Ragnarsson, 22.1.2007 kl. 22:10
Gaman að heyra. Maðurinn minn er naut , maft á við hann en aldrei verður hann talinn latr, frekar er hann vinnufíkill.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.1.2007 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.