Leita í fréttum mbl.is

Versti dagur ársins

Samkvæmt rannsóknum færustu sálfræðinga er dagurinn í dag versti dagur ársins. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Kvef eða flensa herjar væntanlega á einhvern í fjölskyldunni og hátíðarskapið er algjörlega horfið um þetta leyti. Við bætast yfirþyrmandi áhyggjur af jólaskuldunum og leiði yfir því að ekki tókst að standa við nýársheitin sem hafa venjulega verið svikin um þetta leyti. Skammdegið og veðurfarið hefur einnig slæm áhrif á fólk á þessum degi. Heil vinnuvika er framundan og verulegur skortur á hressu og skemmtilegu fólki til að lífga upp á tilveruna. Skemmtilegasti dagur ársins er hins vegar 23. júní samkvæmt sömu snillingum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Minn versti dagur ársins er alltaf sá dagur er visa reikingur fyrir jólunum er borin í hús. Það er eins og fá heimsókn frá handrukkara..

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 17:14

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hvað er að heyra Otti. Mér finnst svo gaman þegar fer að birta og nú er orðið bjart svo lengi frameftir.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.1.2007 kl. 18:26

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Nákvæmlega, enda er þetta búið að vera frábær dagur hjá mér, eins og flestir dagar.

Óttarr Makuch, 22.1.2007 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband