Leita í fréttum mbl.is

Árni Johnsen verður í 2. sæti

mynd
Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og Árni Johnsen kankast á kjördæmisráðsfundinum. á Hótel Örk
Vísir, 21. jan. 2007 14:07

Árni Johnsen fær annað sæti á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Tillaga um að raða efstu mönnum samkvæmt úrslitum prófkjörs var samþykkt með tveimur þriðju greiddra atkvæða á kjördæmisþingi Sjálfstæðismanna sem haldið var í Hveragerði síðdegis. Um þriðjungur vildi Árna burt, samkvæmt öruggum heimildum. Sérstök tillaga um að fella Árna Johnsen af Framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi var felld.
 
Árni Mathiesen, fjármálaráðherra hlaut þar fyrsta sæti í prófkjörinu í nóvember, Kjartan Ólafsson varð í þriðja sæti og Björk Guðjónsdóttir í því fjórða. Athygli vakti í prófkjörinu að tveimur sitjandi þingmönnum, Drífu Hjartardóttur og Guðjóni Hjörleifssyni, var hafnað.
Nokkur kurr hefur verið innan Sjálfstæðisflokksins vegna framboðs Árna Johnsen en efstu menn í prófkjörinu hlutu ekki bindandi kosningu. Vangaveltur voru uppi um að kjördæmisráðið kynni að hvika frá prófkjörsúrslitum og leggja til breytingar á listanum þegar hann verður lagður fyrir kjördæmisþingið. Tillagan sem lá fyrir fundinum og samþykkt var að lokum, gerði ráð fyrir prófkjörsröð efstu manna á listanum, en ljóst er af niðurstöðunum að talsverður fjöldi var á móti veru Árna á listanum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú þrjá þingmenn á Suðurlandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband