Leita í fréttum mbl.is

Lagt til að Árni Johnsen verði felldur af listanum

mynd
Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og Árni Johnsen kankast á kjördæmisráðsfundinum. á Hótel Örk
Vísir, 21. jan. 2007 14:07

Tillaga um að fella Árna Johnsen af framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi var lögð fyrir kjördæmisþingið sem nú stendur yfir í Hveragerði. Þessa stundina er verið er að greiða atkvæði um hvort vísa eigi þessari brottfallstillögu frá. Atkvæði eru skrifleg því 2/3 atkvæða þarf til að ákveða þetta.
Það kemur fljótlega hvort kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi leggur til að Árni Johnsen skipi annað sæti á lista flokksins í samræmi við útkomu í prófkjöri í kjördæminu ellefta nóvember.
Árni Mathiesen, fjármálaráðherra hlaut þar fyrsta sæti, Kjartan Ólafsson varð í þriðja sæti og Björk Guðjónsdóttir í því fjórða. Athygli vakti í prófkjörinu að tveimur sitjandi þingmönnum, Drífu Hjartardóttur og Guðjóni Hjörleifssyni, var hafnað. Fundur kjördæmisráðs hófst á Hótel Örk í Hveragerði klukkan 14.
Nokkur kurr hefur verið innan Sjálfstæðisflokksins vegna framboðs Árna Johnsen en efstu menn í prófkjörinu hlutu ekki bindandi kosningu. Vangaveltur voru uppi um að kjördæmisráðið kunni að hvika frá prófkjörsúrslitum og leggja til breytingar á listanum þegar hann verður lagur fyrir kjördæmisþingið. Tillaga sem lá fyrir fundinum gerði ráð fyrir prófkjörsröð efstu manna á listanum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú þrjá þingmenn á Suðurlandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Árni hefur tekið út sína refsingu og á að vera kvitt við þjóðfélagið. Hvar viljið þið setja mörkin?

Mér þykir að ætti að vera refsivert að stunda málþóf eins og stjórnarandstaðan hefur gert að undanförnu og eyða þar með og sóa gífurlegum verðmætum.

Hvað finnst ykkur um það?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.1.2007 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband