Leita í fréttum mbl.is

Hert fita BÖNNUÐ í New York

matarolia_110pFyrr í kvöld las ég afar áhugaverða grein í Heilsufréttum sem gefið út af Heilsuhúsinu. 

Ákvað að setja hana hér inn og deila henni með ykkur, þetta er málefni sem kemur okkur öllum við.  Við fjölskyldan hættum reyndar að nota olíu til matargerðar fyrir einu og hálfu ári síðan !

Matargöt um allan heim háma í sig franskar kartöflur, djúpsteiktar flögur, pizzur og sötra heitt súkkulaði án þess að átta sig á því, að stórhættuleg, hert fita er notuð í allan þennan varning.  Þó ekki New York, þar sem heilbrigðiseftirlitið ákvað í byrjun desember að gera herta fitu útlæga úr borginni.  Þó kom ákvörðun heilbrygðisyfirvalda í New York ekki á óvart en vakti lilta kátínu hjá talsmönnum veitingahúsa og skyndibitastaða, sem vita ekki almennilega hvernig þeir eiga að fara að því að djúpsekja franskar án hertrar fitu.  Þeir fá að vísu aðlögunartíma og helstu skyndibitakeðjur Bandaríkjana gera tilraunir með öðruvísi feiti en herta olíu.

Nú orðið vita flestir að hert olia er oftast nær jurtaolia sem blandað hefur verið vetni í til að olían harðni og fljóti ekki lengur.  Hert fita veldur því að magn vonds kólesteróls í blóðinu eykst en góða kólesterílið minnkar.  Heilbrigðisyfirvöld segja hvern einasta Bandaríkjamann innbyrða um tvö kíló af hertri fitu árlega!  Hert fita er ekki einungis notið til steikingar, heldur í bakstur: pizzubotnar og kex; en líka tilbúnum súkkulaðidrykkjum sem seldir eru sem duft, svo að dæmi séu tekin.

Veitingahús í New York verður bannað að nota steikingarfitu sem inniheldur transfitusýru frá og með 1 júlí n.k og frá og með 1 júlí 2008 mega veitingahús ekki selja nein matvæi sem innihalda transfitusýru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband