Leita í fréttum mbl.is

Elton John - Er ekki verið að grínast ?

Er verið að segja mér það rétt að það hafi þurft að borgar Elton John 70 millljónir fyrir það að spila.  Eru menn að verða klikkaðir!  Ég sem hélt að það væri stórstjarna að koma til landsins, en svo kemur einhver gamall kall !  (ekki það að ég hafi neitt á móti öldruðum).  En ef ég hefði verið Óli í Samskip í einn dag hefði ég borgað stuðmönnum 1,5 milljón og sparað mér 68,5 milljónir sem ég hefði getað notað til þess að bæta þjónstu Samskipa nú eða gefið restina til góðgerðamála á íslandi!

En Óli - Til hamingju með afmælið Wizard 

 

Vísir, 20. jan. 2007 17:43

Elton John spilar í einkaveislu í Reykjavík í kvöld


Hinn heimsfrægi tónlistarmaður Elton John verður meðal skemmtikrafta í fimmtugs-afmælisveislu Ólafs Ólafssonar, stjórnarfomanns Samskipa, sem haldin verður í ísheimum frystigeymslu Samskipa við Vogabakka í kvöld. Elton John stígur á svið klukkan hálf níu og spilar í klukkustund.

Mikil leynd hefur hvílt yfir komu stórstjörnunnar hingað til lands. Skemmtidagskrá kvöldsins er auk þess prýdd fjölda innlendra og erlendra stjarna. Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og Kristjana Stefánsdóttir syngja með Stórsveit Reykjavíkur. Ekki er vitað hvaða greiðslu Elton John tekur fyrir komuna hingað, en heyrst hafa tölur allt upp í eina milljón dollara.

Elton verður sextugur í mars

mynd
Elton John sestur upp í bílinn sem ók honum frá einkaþotunni á Reykjavíkurflugvelli
MYND/Stöð 2
Elton John heldur sjálfur upp á stórafmæli í á þessu ári. Hann verður sextugur 25. mars og hélt tónleika af því tilefni í Madison Square Garden í New York fyrr í þessum mánuði. Næsta auglýsta tónleikaröð með honum verður í Las Vegas, þar sem hann spilar 12 sinnum á Caesars Palace hótelinu/spilavítinu 30. janúar til 17. febrúar. Hann hét upphaflega Reginald Kenneth Dwight, en varð stærsta poppstjarna áttunda áratugarins undir nafninu Elton John. Hann garf út sína fyrstu plötu 1969, Empty Sky, en varð ekki þekktur fyrr en með laginu "Your Song" af annarri plötunni, sem bar nafn hans og hafði að geyma lög Eltons John með textum Bernie Taupins.


Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, og eiginkona hans, Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt, kynntu í morgun að þau hefðu stofnað velgerðarsjóð og lagt honum til einn milljarð króna í stofnframlag. Tekjum sjóðsins verður varið til ýmissa verkefna í þróunarlöndum og á Íslandi.
Ólafur Ólafsson er fæddur 23. janúar 1957. Hann var ráðinn forstóri Samskipa hf. árið 1990 og varð starfandi stjórnarformaður Samskipa 2003. Hann kom við sögu í baráttunni um Ker hf. og hafði betur. Hann var í forsvari fyrir Kjalar ehf. sem hafði betur gegn Gretti í baráttunni um félagið. Ker hf og Kjalar voru sameinaðir undir merki Kjalars. Eignarhlurinn í Kaupþingi var færður undir Kjalar invest bv.

Ólafur er er stjórnarformaður Alfesca og stjórnarformaður Kjalars invest. Kjalar er annar stærsti hluthafi Kaupþings banka. Ólafur fór fyrir hópnum sem keypti Búnaðarbankann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ótrúlega dýr kallinn! Ég hefði haldið að nú á tímum væri hann bara feginn ef einhver nennti að hlusta!

Heiða B. Heiðars, 20.1.2007 kl. 20:17

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, sumir hafa efni á þessu.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.1.2007 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband