Leita í fréttum mbl.is

Kastljós komið á fullt - passið ykkur !

 

Nú mega menn fara að vara sig, samkvæmt nýjustu fréttum þá ætlar Kastljós að efla fréttaöflun sína til muna og hafa ráðið rannsóknarblaðamann til starfa, til hamingju Ísland því ég fæddist hér, ég segi nú bara ekki meira.  Ég hefði haldið að það væri eða öllu heldur væru rannsóknarblaðamenn sem væru nú þegar við störf hjá Kastljós eða fréttastofu ríkisútvarpsins við öflun og rannsóknarvinnu frétta!  En samkvæmt þessari frétt hefur svo ekki verið.  Ég geri ráð fyrir að spyrlar þáttarins verði beinskeyttari nú sem aldrei fyrr.

 

Vísir, 19. jan. 2007 11:00

Rannsóknarblaðamaður í Kastljósið

Friðrik Þór Guðmundsson hefur verið ráðinn í sérverkefni fyrir Kastljós í sjónvarpinu. Hann mun sinna rannsóknarvinnu bak við tjöldin.
„...muni ég sinna rannsóknarvinnu fyrir fréttastofu Ríkissjónvarpsins og Kastljós, en um er að ræða tilraunaverkefni til 3-4 mánaða og áframhaldið auðvitað háð árangri," segir Friðrik á bloggsíðu sinni.
„Það gefur augaleið að ég dáist að framtakinu hjá Elínu og Þórhalli en segi vitaskuld ekkert um hvort ég sé akkúrat rétti maðurinn - það er annarra að meta," segir Friðrik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já til hamingju Ísland. vVið fæddumst hér. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.1.2007 kl. 23:32

2 Smámynd: Birna M

Samkeppnishæfir við Kompás? Ég fagna þessu.

Birna M, 19.1.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband