Leita í fréttum mbl.is

Kennitölusýki eða þráhyggja !

sitelogoÞegar ég var að velta því fyrir mér með Kaupþing og gjaldeyrin í dag þá fór ég allt í einu að velta fyrir mér kennitölunni minni almennt.  Fór að velta því fyrir mér hvar ég hefði gefið hana upp og hvar ekki.  Ég tók til að mynda DVD mynd á videoleigunni um daginn og þurfti að gefa upp kennitöluna, ég fór fyrir tveimur vikum og keypti mér skyrtur og þurfti að gefa upp kennitöluna mína, sama mál var þegar ég keypti brauðrist í sumar, þ.e ef ég vildi fá 2 ára ábyrgð á hana þá varð ég að gefa upp kennitölu, svo er það nú blessað bankakerfið, hjá lækninum, hjá endurskoðandanum eða rafrænni Reykjavík þú færð einfaldlega ekki þjónustu án þess að gefa upp kennitöluna þína.  Þú ert hreint og beint búinn að segja allt og öllum kennitöluna þína, hvort heldur sem þér líkar betur eða verr.

Þá mundi ég eftir samtali við þjóðverja sem ég átti fyrir nokkrum árum og skoðun hans á ofnotkun kennitölunnar hér á landi.  Hann skyldi einfaldlega ekki af hverju allir þyrfti að fá kennitölu viðskiptavinarins, ég skil það svo sem ekki heldur, en hvað getur maður gert annað en að gefa upp blessuðu kennitöluna.

Ég man eftir viðtali við lögfræðing persónuverndar sem var í útvarpinu fyrir u.þ.b. 3-4 árum, þar ræddi hún um mikilvægi þess að fólk óskaði eftir leyfi persónuverdar vildi það safna kennitölum.  Mér vitanlega er ekki eftirlit að hálfu stofnunarinnar á því og tel ég víða pottur brotinn í þessu sambandi.

Af hverju eru t.d myndbandaleigur, læknar og rafræn Reykjavík ekki með notendanafn eða númer í stað kennitölu.  Já spyr sá sem ekki veit !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband