Leita í fréttum mbl.is

Hver vegna eru ekki frjáls gjaldeyrisviðskipti ! ?

MBL0114039 Ég var staddur í Kauþing á föstudaginn sem er ekki svo frásögu færandi nema að maðurinn sem var á undan mér var að óska eftir því að fá keyptan gjaldeyrir.

Það var svo sem ekki mikið mál EN hann vildi ekki gefa gjaldkeranum upp kennitöluna sína!  Hann vildi fá einfaldri spurningu svarað sem var " Hvers vegna þarftu kennitöluna mína þegar ég er að kaupa gjaldeyri? "  Svar gjaldkerans var einfalt " Ef ég fæ ekki kennitöluna þína þá færð þú EKKI gjaldeyri, svo einfalt er málið" " þú getur reynt að ræða við útibústjórann, en hann mun jafnframt neita þér"  En svona til þess að það valdi engum misskilning þá var gjaldkerin síður en svo dónalegur, heldur var einfaldlega að benda á þær reglur sem henni væru settar.

Það er oft rætt um að við séum heppinn þar sem m.a við getum átt frjáls gjaldeyrisviðskipti þegar okkur hentar og með þá upphæð sem við kjósum.  Má vel vera !

EN hvers vegna í ósköpunum biðja allir bankar fólk, sem er að skipta eða kaupa gjaldeyri um kennitölur viðkomandi?  Reglur bankann eru mjög skýrar - ef þú neitar að gefa upp kennitöluna þá færðu ekki gjaldeyrir - PUNKTUR.

Ég spyr hvers vegna?  Hvað kemur bankanum við hver sé að kaupa gjaldeyri?  Svo framalega sem viðkomandi greiði fyrir hann! 

Ég get ekki séð tilgang bankanna með því að óska eftir þessum upplýsingum, ekki nema þá að þeir vilji senda þér sólalandar hankæði, skíðalúffur eða einhvern annan ruslpóst því ekki getur annar tilgangur verið en sá að njósna, eða hvað?

Getur einhver svarað mér því ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlín Margrét Sigurðardóttir

það á að vera hægt að slá inn kt. 999999-9999 til að kaupa gjaldeyri.

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, 14.1.2007 kl. 20:45

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég fór með útlendri konu í banka síðastliðið sumar. Hún var að skipta evrum í krónur og var beðin um kennitölu. Konan kom af fjöllum og spurði hvers vegna hún þyfrti þess til að skipta í ísl. krónur um elið og hún sýndi passann sinn. Svo fannst mér það fáránlegt í Rússlandi þegar ég var beðin um passa þegar ég skipti dollurum í rúblur.  

Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.1.2007 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband