Leita í fréttum mbl.is

Sem betur fer

Ágúst Einarsson,

Vel má vera að háskólinn missi nú góðan mann, erum við ekki öll góð inn við beinið?  Öll höfum við kosti og galla hvert á okkar sviði.  En mér hefur alltaf fundist það hálf broslegt þegar embættismenn innan háskólans eru þeirrar skoðunnar að þeir eigi sínar stöður með húð og hári.  Ég er svo sem ekki að setja út á það þegar fólk tekur sér launalaust leyfi í 12 mánuði eða svo en það er annað mál þegar fólk ætlar sér að taka frí launalaust í óskilgreindan tíma gætu verið 12 mánuðir og gætu verið 10 ár.  Viljum við virkilega hafa það svo að þegar fólk hefur fengið embættishlutverk í háskólanum að það geti notað þá stöðu sem einhverskonar björgunarbát um aldur og ævi þegar og ef það ákveður að snúa til baka ?  Ég segi einfaldlega NEI

Þetta væri svona álíka og ef ég í minni vinni tæki mér leyfi til þess að fara vinna fyrir samkeppnisaðilan í ótilgreindan tíma og þegar ég væri orðinn leiður þar þá myndi ég bara snúa mér aftur til gamla vinnuveitandans og segja.... Hæ ég er kominn aftur, hvar er stóllinn minn...  Algjörlega út í hött.

Við þig Einar vil ég óska þér alls hins besta í nýju starfi og ég er þess fullviss að þú munt sóma þér vel á Bifröst enda Borgarfjörðurinn næst fallegasti staður landsins.

 


mbl.is Fær ekki launalaust leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Rétt hjá þér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.1.2007 kl. 22:45

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Eins og skrifað út úr mínu hjarta. Ég var nú bara hissa á að einhverjum dytti svona nokkuð í hug.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 14.1.2007 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband