Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Sjónvarp

Kastljós að breytast í Gula pressu?

Kastljóss þáttur gærdagsins verður líklega lengi í minnum hafður.  Þar tel ég að stjórnandi þáttarins hafi náð að koma þættinum í sögulegt lágmark hvað fréttamennsku og gæði varðar.

Ég hef reyndar sagt áður að þessi tiltekni stjórnandi ætti ekki að taka fólk í viðtöl heldur frekar að leitast við að gera eitthvað annað.  Eins sérstakt og það er nú þá leyfir þessi tiltekni stjórnandi viðmælendum sínum sjaldnast að klára málin og það liggur við að það heyri hreinlega til utantekninga þau skipi sem hann grípur ekki frammí fyrir gestum sínum.  Eitt er að vera ákveðinn fréttamaður en annað er að vera dónalegur og sýna öðrum lítilsvirðingu.

Það fólk sem ég hef heyrt í virðist flest vera á því máli að stjórnandi þáttarins hafi farið offari og því skilur fólk hreinlega ekki svar Þórhalls Gunnarsson ritstjóra Kastljós á Visir.is þar sem hann telur framganga stjórnandans eðlilega og segir jafnframt að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri þurfi að skýra betur út afstöðu sína.  Ég tel hinsvegar það hafa komið það vel í ljós í Kastljósþættinum hvað Ólafur átti við og held að það sé enginn þörf á því að skýra þessa athugasemd Ólafs frekar.

Hinsvegar tel ég full ástæða fyrir því að stjórnendur RÚV skoði starfshætti starfsmannsins sem og ritstjórnarstefnu Kastljós betur, nema það sé vilji stjórnenda að Kastljós breytist í Gula Pressu.


Fréttastjóri Stöðvar 2 ber að segja Láru Ómarsdóttur tafarlaust upp !

Eftir að hafa hlustað á upptökur gærdagsins þar sem Lára Ómarsdóttir fréttamaður Stöðvar 2 stakk upp á því að fá einhverja til þess að veitast að lögreglu til þess eins að gera fréttina meira krassandi af mótmælunum við Rauðarvatn.  Er ég hreinlega hneykslaður á vinnubrögðum fréttastofunnar, ekki má hún við fleiri áföllum vegna óvandaðra vinnubragða fréttamanna sinna síðustu ár.  Nú hefur Lára sent frá sér yfirlýsingu sem má sjá hér.  Sérstaka athygli mína vekur orð Láru sem segir "Vegna ummæla minna sem fyrir mistök heyrðust í beinni útsendingu á vísi.is í gær", voru það þá einungis mistök að þessi ummæli hafi heyrst en ekki að þau hafi verið sögð?

Eftir að hafa lesið yfirlýsingu Láru er ég kominn á þá skoðun að fréttastjóra Stöðvar 2 ber að víkja fréttamanninum úr starfi tarfarlaust ef hann ætlar sér að halda úti traustri og trúverðugri fréttastofu. 

Sama hvort þetta var sagt í gríni eða alvöru þá komust þessi skilaboð til skila og hópur ungmenna ákvað að kasta eggjum í lögregluna og þar að leiðandi hafði fréttamaðurinn afgerandi áhrif á gang mála, sem hlýtur að teljast óeðlileg aðkoma að hálfu fréttamannsins að fréttinni.

Bætt við færsluna

Eftir símtal frá Láru Ómarsdóttur þá vil ég leiðrétta þann misskilning sem virðist vera um atburðarásina við Rauðarvatn í gær.  Sagði Lára mér aðeins frá þeirri atburðarás sem í gangi var og að eggjakastið hafi verið hafið þegar ummæli hennar fóru í loftið. 

Þessi vitneskja gefur nýja hlið á málinu og eftir að hafa heyrt þetta þá tel ég að hugsanlega sé að titill bloggfærslu minnar sé hugsanlega í sterkari kantinum og eðilegt að fréttamaðurinn fái tómarúm til þess að gefa sína hlið á málinu í heild sinni. 

Ég vill þó árétta mikilvægi þess að fréttamenn séu hlutlausir og gæti orða sinni í útsendingum og dragi úr æsifréttamennsku eins og kostur er.

 


..... Það er Síminn

Þessi auglýsing er án efa ein best gerða auglýsing sem framleidd hefur verið á Íslandi hvort heldur þegar litið er til handrits eða kvikmyndatöku.  Það er einnig sjálfgæft að auglýsingar vekji eins mikla eftirtekt og umtal líkt og þessi auglýsing gerði.

Frábært starf auglýsingastofunnar sem og markaðsdeildar Símans, til hamingju með glæsilegan árangur. 

Síðasta kvöldmáltíðin besta auglýsingin

mynd
MYND/Síminn

Síðasta kvöldmáltíðin með þeim Júdasi og Jesú Kristi var valin besta sjónvarpsauglýsingin í keppni Ímarks um Íslensku auglýsingaverðlaunin. Síminn auglýsti þar farsímaþjónustu. Sama auglýsing hreppti einnig verðlaun sem besta dagblaðaauglýsingin. Fyrirtækið EnnEMM framleiddi auglýsingarnar.


Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband