Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ljóð

Sjöundi var Hurðaskellir

hurdaskellir 

Sjöundi var Hurðaskellir,

- sá var nokkuð klúr,

ef fólkið vildi í rökkrinu

fá sér væran dúr.

 

Hann var ekki sérstaklega

hnugginn yfir því,

þó harkalega marraði

hjörunum í.


Sá sjötti, Askasleikir

askasleikir 

 

Sá sjötti, Askasleikir,

var alveg dæmalaus. –

Hann fram undan rúmunum

rak sinn ljóta haus.

 

Þegar fólkið setti askana

fyrir hött og hund,

hann slunginn var að ná þeim

og sleikja á ýmsa lund

Sá fimmti, Pottaskefill,

 pottaskefill

 

Sá fimmti, Pottaskefill,

var skrítið kuldastrá.

- Þegar börnin fengu skófir

hann barði dyrnar á.

 

Þau ruku´ upp, til að gá að

hvort gestur væri á ferð.

Þá flýtti ´ann sér að pottinum

og fékk sér góðan verð.

 

(Jóhannes úr Kötlum) 


Sá fjórði, Þvörusleikir,

tvorusleikir 

 

Sá fjórði, Þvörusleikir,

var fjarskalega mjór.

Og ósköp varð hann glaður,

þegar eldabuskan fór.

 

Þá þaut hann eins og elding

og þvöruna greip,

og hélt með báðum höndum,

því hún var stundum sleip.

 

(Jóhannes úr Kötlum) 


Stúfur hét sá þriðji

stufuri 

 

Stúfur hét sá þriðji

Stubburinn sá.

Hann krækti sér í pönnu,

þegar kostur var á.

 

Hann hljóp með hana í burtu

og hirti agnirnar,

sem brunnu stundum fastar

við barminn hér og þar.

 

(Jóhannes úr Kötlum) 


Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband