10.4.2007 | 15:28
Flottur fiskréttur eftir páskana
Sjávarrétta Chow Mein með steiktum núðlum
Uppskrift fyrir tvo til þrjá:
100 gr. smokkfiskur
3-4 stk. skelfiskur
50-85 gr. rækjur
250 gr. Amoy Egg Noodles
2 msk. Amoy Light Soy Sauce
1 tsk. Amoy Sesame Oil
100 gr. strengjabaunir
1-2 vorlaukar, fínt skornir
1/2 eggjahvíta, létt þeytt
2 msk. hrísgrjónavín
1 tsk. salt
1 tsk. sykur
2 tsk. maísenamjöl hrært út með 1 msk. vatni
5-6 msk. olía
Hreinsið smokkfiskinn, skerið í hann krosslaga mynstur að innanverðu og skerið síðan í bita á stærð við frímerki. Setjið í pott með sjóðandi vatni. Fjarlægið bitana úr vatninu þegar þeir verða hvítir og hafa rúllast upp, skolið undir köldu vatni og látið vökvann renna af. Skerið hvern skelfisk í 3-4 bita. Afþýðið rækjurnar og skerið í 2-3 bita hverja ef þær eru stórar.
Hrærið saman eggjahvítu og maísenamjölsblöndu og setjið fiskinn út í. Sjóðið núðlurnar í ca. 3-4 mín. og setjið í sigti. Látið renna á þær kalt vatn, og hrærið 1 msk. af olíu saman við. Hitið um 2-3 msk. af olíu á forhitaðri pönnu, bætið út í baununum og sjávarréttunum og steikið í 2 mín. Setjið salt, sykur, sojasósu, vín og helminginn af vorlauknum, hrærið áfram í u.þ.b. mínútu. Fjarlægið hræruna af pönnunni og geymið. Hitið afganginn af olíunni, bætið við núðlunum og helmingnum af hrærunni. Steikið í 2-3 mín. og sejtið á stóran disk.
Hellið afganginum af hrærunni ofan á núðlurnar og skreytið með vorlauk og sesam olíu. Berið fram með Amoy Chili sósu.
Sígildur réttur frá Canton héraðinu í suðurhluta Kína. Þar sem Canton var fyrsta höfnin í Kína sem opnaðist fyrir erlendum viðskiptum, gætir þar mikils fjölbreytileika í matargerð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 12:10
Hver er munurinn?
Hver er munurinn á Kókaíni og meintu Kókaíni? Er búið að eltast lengi við þetta meinta Kókaín? Það læðist að mér sá grunur að blaðamaðurinn fái greitt fyrir hvert orð sem hann skrifar því orðið "meint" er klárlega ofaukið í texgtanum Eða það finnst mér allavega.
![]() |
Tekin með rúmt kíló af meintu kókaíni í Leifsstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2007 | 10:51
Framsóknarmenn komnir á skrið og traktorinn orðinn heitur
Framsókn byrjuð, það fer varla framhjá nokkrum manni, konu eða barni að kosningar eru í námd. Framsóknarflokkurinn með sína pr. meistara eru hreinlega komnir í 3 gír og traktorinn kominn á skrið.
Það er ekki hægt að þverfóta fyrir annaðhvort auglýsingum fyrir þeim td hér á blogginu nú ef maður skreppur í kringluna þá voru þeir þar fyrir páska að gefa páskaegg sömuleiðis í Smáralind og í Mjódd. Þeir eru bara allstaðar, hélt satt best að segja að það væru ekki svona margir framsóknarmenn til lengur, ég taldi örugglega í kringum 10-15 Þeir hafa kannski gripið til þeirra ráða að flytja inn erlent vinnuafl til þess að gefa og dreifa bæklingum, hver veit.
En ef þetta er bara byrjunin, við hverju á maður að búast viku til 10 dögum fyrir kosningar, já nú er stórt spurt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2007 | 11:42
Ég er bara alveg STÚMM
Eins og Bibba á Brávallagötunni sagði eitt sinn "Ég er bara alveg STÚMM".
Þetta er orðið daglegur fréttafluttningur um ofsakastur um götur stór Reykjavíkursvæðisins. Ég held að það sé komið í ljós að STOPP átak Umferðastofu virkaði ekki, í það minnsta var virkni þess ekki til lengri tíma.
Hvað er til ráða? Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör! En það er alveg orðið deginum ljósara að það verður eitthvað að gera og það strax. Ég veit ég hef skrifað það áður og ég skrifa það aftur - Það verður að gera eitthvað og það strax! Maður verður nú samt alltaf jafn hissa þegar maður les um fullorðið fólk haga sér svona í umferðinni, spurning hvort þroski þessa ágæta mans sé á við aldur.
Lögreglan verður að vera enn sýnilegri en hún er í dag, mæla á vel sjáanlegum stöðum svo forvarnagildi radamælinga virki. Það hlýtur að vera markmið lögreglunnar að beita frekar forvörnum en að reyna nappa sem flesta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2007 | 08:54
Hann óx ekki frá þjóðinni, heldur þjóðin frá honum
Hvaða voðalegur drami er þetta, má blessaður pilturinn ekki taka út það lífsskeið sem margir 22 strákar já og stelpur taka út á þessum árum. Þar sem mottó-ið er líklega "lífið er stutt eins gott að njóta þess á meðan það varir".
Ég tel að hann megi ganga heldur langt ef hann á að vera heilli þjóð til skammar, hugsanlega ætti breska þjóðin að skammast sín fyrir að vera elta piltinn á röndum.
![]() |
Harry prins er landi og þjóð til skammar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.4.2007 | 23:02
Dagur er að kveldi kominn og allir farnir sælir og glaðir
Þá er ákaflega vel heppnuðu fjölskyldyboði lokið. Allir farnir heim til síns heima sælir, glaðir og það sem mestu máli skiptir saddir.
Boðið var uppá hátíðakalkún með Ala Katrínar fyllingu
Það komust allir úr fjölskyldunni nema Heiðar Már bróðir og Katrín kona hans, þau völdu frekar að vera með aðalnum á Seltjarnanesi (nei smá grín) þau voru hjá foreldrum Katrínar sem eru svo óheppinn að búa á nesinu
En ekki þótti reyndar öllum á heimilinu laukurinn í salatinu góður
En ég get glatt landsmenn með því að ég fékk ekki páskaegg en systkynin færðu mér bland í poka, enda talið að það ætti betur við mig en súkkulaðihlunkur með smá nammifyllingu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.4.2007 | 16:03
Páskaforréttur í undirbúningi
Nú er allt komið á suðurpunkt og allt að verða vitlaust. Kalkúninn er farinn að líta mun betur út heldur en það lík sem við tókum út úr ísskápnum í morgun. Verður án efa algjört lostæti á veisluborðinu.
Nú erum við að undirbúa forréttinn, spurning hvort þið vitið hvað þetta er
Svo erum við að leggja lokahönd á páskahlaðborðið, aðeins á eftir að skreyta meira borðið sjálft en svo að sjálfssögðu verða aðalskreytingarnar gómsætur matur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 14:30
Páskagleðin hjá krökkunum
Svona til gamans þá set ég inn myndir af stelpunum í morgun, þegar verið var að gæða sér aðeins á páskakræsingunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.4.2007 | 14:06
Hátíðarkvöldverður.
Hér má sjá herleg heitin sem veður á boðstólnum í fjölskylduboðinu hér i Grafarholtinu í dag, það er óhætt að segja að kalkúninn sé enginn smá smíði því hann er samtals 10,1kg.
Til gamans er uppskriftin að kalkúnafyllingunni sem við notum hér
100gr smjör
2 stk meðal stórir laukar, smátt saxaði
1 stk sellerýstöngull, smátt saxaður
16-18 stk samlokubrauðsneiðar, skornar í tenginga
12 stk beikonsneiðar, steikar og gerðar stökkar, síðan muldar niður
1 dós Diamont Pekanhnetur, grófsaxaðar
2 tsk þurrkuð Salvía
1 tsk salt
1/2 tsk hvítur pipar
2 stk stór egg, þeytt með gafli
2-2 1/2 dl ljóst, gott kjötsoð
250gr af Flúðasveppum
Verklýsing
Bræðið smjörið í stórum potti, yfir meðalhita. Látið laukinn og seleríið krauma í smjörinu þar til það er orðið mjúgt. Bætið brauðbitum, beikonbitum, sveppum, salvíu, saltinu og piparnum í pottinn og hrærið öllu vel saman. Takið pottinn af hitanum og hrærið eggjunum og soðinu saman við, 1 dl í einu þar til öllu hefur verið blandað saman. Gætið þess að fyllingin sé ekki of heit þegar eggjunum er bætt í uppskriftina.
Sem sagt mjög ekkert mál, nú er bara fylla kalkúninn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.4.2007 | 11:15
Niðurstöður úr skoðanakönnun
Hér koma niðurstöður úr skoðanakönnun sem ég setti inn í byrjun vikunnar og spurt var frá hvaða framleiðanda þú kaupir páskaegg. Alls tóku 68 aðilar þátt og niðurstaðan var eftirfarandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
-
Birna M
-
Dögg Pálsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Lee
-
Eiður Ragnarsson
-
Erla Ósk Ásgeirsdóttir
-
Vilberg Tryggvason
-
Púkinn
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
gudni.is
-
Gunnar Björnsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Haraldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Heiðar Már Guðlaugsson
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Jórunn Sigurbergsdóttir
-
Kári Sölmundarson
-
Grafarholtssókn
-
Kristbjörg Sigurðardóttir
-
Lady Elín
-
Guðjón Baldursson
-
Alfreð Símonarson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
viddi
-
Ólafur fannberg
-
Pálína Erna Ásgeirsdóttir
-
Páll Vilhjálmsson
-
Óþekki embættismaðurinn
-
Reynir Jóhannesson
-
Rýnir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sjálfstæðissinnar
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Halldór Sigurðsson
-
Þorsteinn Gunnarsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefanía Sigurðardóttir
-
Sveinn Hjörtur
-
Sveinn Tryggvason
-
Þóra Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
-
TómasHa
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Vefritid
-
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
-
Vilborg G. Hansen
-
Birgir R.
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnar Gunnarsson
-
Kristján Guðmundsson
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Theodór Bender
168 dagar til jóla
Af mbl.is
Innlent
- Kallaður á fund í kjölfar fréttarinnar
- Lítið fer fyrir sleggju Kristrúnar
- Fimmtugur karlmaður lést í mótorhjólaslysinu
- Dettifoss er vélarvana 390 mílur út af Reykjanestá
- Segja Jóhann Pál og Hörð sýna vanvirðingu
- Myndskeið: Kjarnorkukafbáturinn siglir til hafnar
- Óska eftir vitnum að mótorhjólaslysi á Miklubraut
- Mikill viðbúnaður vegna bilunar í vél United Airlines
- Slökkt á myndavélum er Inga steig dans
- Dómurinn áfellisdómur yfir löggjafanum
- Virkjunin væri í uppnámi ef ekki væri fyrir ný lög
- Vill friða ós Stóru-Laxá 250 m niður með Hvítá
- Ráðherra steig eggjandi dansspor í þingsal
- Formenn flokkanna funduðu saman
- Kona í haldi vegna hnífstunguárásar í heimahúsi
Erlent
- Öryggi forsætisráðherrans ógnað með Strava-færslum
- Tuttugu látnir eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa
- Lavrov til Norður-Kóreu um helgina
- Umfangsmesta loftárásin frá upphafi stríðsins
- Yfir 160 manns enn saknað í Texas
- Sogaðist inn í hreyfil farþegaþotu og lést
- Stóð á kassa í þrjá tíma til að lifa af
- Segja Epstein-listann ekki til
- Sakfelldir fyrir íkveikju að undirlagi Wagner-liða
- Kínverjar beindu geisla að þýskri flugvél
- Aflvana kaupskip sætir linnulausum árásum
- Vill læsa Palestínumenn inni í rústum Rafah
- Við þurfum að senda fleiri vopn
- Tilnefnir Trump til friðarverðlauna
- Yfir 100 látnir í Texas-flóðunum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar