Leita í fréttum mbl.is

Frábær dagur búinn

Það er óhætt að segja að dagurinn í dag hafi verið frábær dagur, svolítið kalt á fyrstu sumardögunum en engu að síður frábær dagur.  Dagurinn byrjaði um kl 07.00 í morgun þegar maður fór og las málgagn íslenskrar þjóðar þe Morgunblaðið - hef ákveðið að gera tilraun með að lesa það á morgnanna á netinu og sleppa prentuðu útgáfunni.  Þessi aðferð er reyndar hreinasta snilld - gott viðmót og þægileg lesning, mæli með því að fólk prufi að lesa Morgunblaðið á vefnum.  Þegar morgunverkin voru búinn þe að fá sér kaffi sopa, lesa málgagnið og setja eitthvað í gogginn þá var förinni heitið í Húsdýragarðinn.  Þar voru sjálfstæðismenn að halda uppá frábæran fjölskyldudag.  Það krefst að sjálfssögðu undirbúnings og var vaskur hópur fólks mætt í garðinn strax upp úr kl 09.00.  Það var frítt í garðinn, gefnar pylsur, appelsín, CocoPuffs ásamt því að gefa ýmsan varning merktan flokknum...... Í garðinum var ég þrátt fyrir kulda og bláar tær til rúmlega 14.00 

Þá fór ég að ná í blaðið okkar sem við í Sjálfstæðisfélögunum í Breiðholti vorum að gefa út og verður vonandi borið út í öll hús í Breiðholti í dag sunnudag, þar er á ferðinni bæði fræðandi og skemmtileg lesning.

Í kvöld var svo haldið partý í kosningamiðstöðinni okkar þar sem við buðum öllum stjórnum í hverfafélögum í Reykjavík.  Boðið var uppá ljúffengt lambakjöt ásamt því að gefa fólki tækifæri á að skola steikinni niður með söngvatni.

Það er því óhætt að segja að dagurinn hafi verið bæði fjölbreyttur og skemmtilegur.


Til lukku

Til hamingju ágæti vinningshafi, það er alltaf gott þegar einhver vinnur góðar upphæðir í lotterý... Mín heilræði eru kannski fyrst og fremst sú - ekki kaupa kúlur fyrir allan peningin Wink
mbl.is Fékk 21 milljón í lottóinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjungar, gott mál

Það er óhætt að segja að stjórnmálaflokkarnir koma fram með ýmsar nýjungar fyrir þessa kosningabaráttu.  Íslandshreyfingin ætlar að vera með táknmál á heimasíðunni sinni, Sjálfstæðisflokkurinn er með vefsjónvarp og hverfafélög Sjálfstæðisflokksins í Breiðholti opnuðu sína eigin vefsíðu með vefsjónvarpsstöðinni SSB (Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti), Framsókn er með hnapp "ganga í flokkinn, Vinstri Grænir eru með kosningahappdrætti en Samfylkingin er með loforðabunka sem kosta þjóðina amk 40 milljarða sem við þurfum að greiða.


mbl.is Stefna Íslandshreyfingarinnar birt á táknmáli á vef flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt það gáfulegasta

Rakst á þessar tvær myndir á netinu, sú fyrr er nú ein sú gáfulegasta sem maður hefur séð lengi..... eða hvað?

Nú svo er þessi nokkuð skemmtileg, skyldi þetta flokkast sem áfengisauglýsing núna þegar ég hef sett þetta á netið!!!  Ein eitt er víst að einhver hefur drukki einum of mikið Smile

SSB

Það er óhætt að setja að SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti hefur fengið hreint út sagt ótrúlegar móttökur.  Heimsóknir á síðuna www.breidholtid.is hafa aukist jafnt og þétt með degi hverjum.

Á síðunni er nú hægt að finna fjöldan allaf af greinum eftir frambjóðendur sem og aðra sjálfstæðismenn.  Myndbönd af mörgum af efstu frambjóðendum í báðum Reykjavíkurkjördæmunum sem og annan skemmtilegan fróðleik.

Ég hvet ykkur til þess að kíkja við á síðunni og skoða fyrstu íslensku pólitísku vefsjónvarpsstöðina SSB.

www.breidholtid.is


Grétar Már - kominn í pólitík

Til hamingju með daginn ágætu bloggarar sem og aðrir lesendur. 

Það var fámennt í skrúðgöngu dagsins í dag eins og oft áður eða eins og einn af skipuleggjendum hátíðarhaldanna í Reykjavík sagði í útvarpinu í dag - á meðan fólk hefur það svona gott eins og það hefur í dag, þá fer það ekki í kröfugöngur.  Segir þetta ekki allt sem segja þarf.  En það var eitt sem sló mig meira en annað í ræðu Grétars Þorsteinssonar

"Við krefjumst þess að nafn Íslands verði tekið af lista þeirra þjóða sem studdu innrásina í Írak.  Íslenska þjóðin hefur aldrei stutt þennan hernað"

Ég fæ ekki séð hvers vegna hann er að blanda saman baráttudegi verkalýðsins og þessu pólitíska máli.  Þessi settning átti hreinlega ekkert erindi á þessum degi við þetta tilefni. 


mbl.is „Velferð fyrir alla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt

Ég er sannfærður um að þessar nýju reglur hans Sturlu munu skila okkur í minnkandi hraðakstri með tímanum.  Ég myndi þó vilja sjá lögregluna oftar jafn sýnilega og hún var í síðustu viku þegar hún plantaði sér á umferðaþung gatnamót og hafði blikkljósin á, slík forvörn skilar sér einnig í betri umferðarmenningu í borginni.
mbl.is Aftur í ökuprófið vegna ofsaaksturs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víkingar hafa yfirleitt rænt og ruplað

Maður getur nú ekki annað en glott út í annað þegar maður les þetta.  Ekki það að maður skilur vel að starfsfólkinu hafi brugðið við en var þetta ekki nokkuð augljóst að nemar í dimmiteringa búningum voru þarna á ferð? 

Kannski voru þetta bara sannir víkingar frá fyrri tímum komnir til þess að rupla og ræna...

 


mbl.is Hrópuðu bankarán og fengu tiltal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorferð á varnarsvæðið Keflavíkurflugvelli

Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík bjóða til vorferðar í dag laugardag á Reykjanes. Árni Sigfússon bæjarstjóri tekur á móti hópnum. Kjartan Eiríksson framkvæmdastjóri þróunarfélags Keflavíkurflugvallar sýnir okkur fyrrum varnarsvæðið. Fararstjórar eru Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður og Guðfinna S. Bjarnadóttir frambjóðandi í Reykjavík.

Skráning í ferðina er í Valhöll í síma 515-1700 eða á kosningaskrifstofum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Lagt verður af stað með rútum kl. 13.00 frá eftirtöldum kosningaskrifstofum sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7, Sími: 569 8133

JL Húsinu, Hringbraut 119, Sími: 569 -8181

Grafarvogi, Hverafold 5, Sími: 569 8171

Húsi Landsbankans, Langholtsvegi 43, Sími: 569 8141

Breiðholti, Álfabakka 14a (Mjódd), Sími: 569 8161

Árbæ og Grafarholti, Hraunbæ 102B, Sími: 567 4011

Valhöll,Háaleitisbraut 1, Sími: 515 1700

Boðið verður upp á súpu og brauð áður en lagt verður af stað á öllum ofangreindum kosningaskrifstofum frá kl. 11:00, auk þess sem boðið verður upp á kaffiveitingar í ferðinni.


SSB - Ný íslensk sjónvarpsstöð

Sæl öllsömul,
Félög Sjálfstæðismanna í Breiðholti hafa nú opnað nýja heimasíðu www.breidholtid.is ásamt því að opna vefsjónvarpsstöðina SSB (Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti) á sömu slóð.  Við leyfum okkur að fullyrða að það eru nýmæli að hverfafélög stjórnmálaflokks opni vettvang sem þennan.  Þetta er góð viðbót við þá öflugu blaðaútgáfu sem félögin hafa staðið fyrir í gegnum árin.  Markmið félaganna er að vera í góðu sambandi við félagsmenns sína sem og alla íbúa hverfisins með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.
Á síðunni má finna fjölda greina eftir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem og ýmsar upplýsingar sem lúta að kosningastarfi flokksins í hverfinu.  Á vefssjónvarpsstöðinni SSB er markmið félaganna að bjóða uppá stuttar kynningar af öllum efstu frambjóðendum Reykjavíkursvæðisins sem og annað skemmtilegt efni.
Ég hvet ykkur til þess að fylgjast vel með næstu daga því nýtt efni mun birtast dagslega.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband