Leita í fréttum mbl.is

Met þátttaka í Fram hlaupinu

Það var ánægjulegt að fá það hlutverk að "starta" afmælishlaupi Fram sem fram fór hér í Grafarholtinu kl 11.00 í dag.  Ekki var mér þó treyst fyrir byssu en fékk þó gjallarhorn sem hægt var að brúka í þetta verk, 3 - 2 og byrja og hópurinn hljóp af stað.  Einbeitningin og gleðin skein úr öllum andlitum þar sem allir höfðu sett sér það markið að klára 3 km hringinn sem farin var, vitaskuld fór hver á sínum hraða hvort sem þeir fóru hlaupandi, gangandi nú eða í kerrum. 

Þetta er í annað sinn sem Fram er með hlaup hér í Grafarholtinu og óhætt að segja að það hafi verið góð þátttaka því fjöldi þeirra sem hlupu var helmingi fleiri en í fyrra eða í kringum 150 manns.

Dagkráin hér í Grafarholtinu er stórglæsileg í tilefni af fyrsta sumardegi ársins.

kl. 11.00 var 100 ára afmælishlaup Fram

kl. 13.30 Skrúðganga frá Þórðarsveig að Ingunnarskóla.

kl. 14.00 Hátíðarmessa

kl. 14.20 Skemmtidagskrá og leiktæki við Ingunnarskóla

kl. 15.00 Sumarbingó

Við fjölskyldan munum að sjálfssögðu taka þátt í öllum viðburðunum og hafa gaman af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Gleðilegt sumar Óttarr og takk fyrir veturinn

Vilborg G. Hansen, 24.4.2008 kl. 13:27

2 identicon

Af hverju varstu ekki sjálfur að hlaupa?

Þú varst nú orðinn ansi góður á Spáni um árið....

Kær kveðja frá Köben,

Þór BóLa (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 19:38

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Segðu Þór en sökum íþróttameiðsla þá gat ég það ekki að þessu sinni.... Já ég veit það er ótrúlegt að ég skuli eiga við íþróttameiðsl - ekki satt

Óttarr Makuch, 25.4.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband