Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Það er getur oft verið skemmtileg að rekst á góðar auglýsingar..

.. þær geta allvega komið manni til þess að hlægja LoL

Ég fékk tvær góðar senda til mín í gær og hér kemur sú fyrri.


Fram úr akstur bannaður

Ég rakst á þessa skemmtilegu mynd á netinu þar sem það er gefið til kynna að allur hraðakstur sé bannaður, sem væri kannski ekki svo broslegt ef þetta væri ekki í miðri eyðimörk.

 

Hraðakstur bannaður

Frábært framtak

Nú er spurning hvað kollegar þeirra hér á Íslandi gera.  Skyldu þeir fara að þessu góða fordæmi englendinga og styrkja góð málefni með launum sínum fyrir landsliðið.  Það er reyndar spurning hvort það ætti ekki að taka upp einhverskonar hvatakerfi þar sem þeir fengju greidd laun miðað við árangur - þar gæti KSÍ sparað stórar fjárhæðir - þeir hegðu þá lýklegast þurft að greiða með sér eftir síðasta leik !! eða hvað?
mbl.is Leika launalaust fyrir enska landsliðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasti Framsóknarmaðurinn

Ég hélt þegar ég hóf að lesa þessa frétt að þarna væri á ferðinni hinn heini sannai Framsóknarmaður.  Hugsanlega einn sá síðasti líkt þeir eru nú að verða jafn sjaldgæfir og pandabjörnin.  Eins og allir vita þá þarf að hugsa vel um dýr sem eru í útrýmingarhættu hvort heldur sem við tölum um panda birnina eða framsóknarmenn LoL


mbl.is Blæddi grænleitu blóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afi þinn er rugludallur

Þetta minnir óneitanlega á setninguna hans Mikka ref í Dýrunum í Hálsaskógi

"Afi þinn er rugludallur"

En eins og allir vita vilja gömlu góðu afarnir (alveg sama á hvaða aldri þeir eru) vilja þeir börnum (börnum, barnabörnum, barna barna börnum o.s.frv.) ekkert nema vel - svo við skulum trúa því að það hafi verið í þessu tilfelli sem og öðrum.  En alveg trúið ég því og trú reyndar enn að afi minn hafi ráðið öllu Wink

 

 


mbl.is Afi ekki hafinn yfir lög og reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennileg forgangsröðun Morgunblaðsins

Já hún er stundum svolítið sérkennileg forgangsröðun Morgunblaðsins. 

Þegar lögreglan hefur óskað eftir því við fjölmiðla að þeir lýsi á eftir dreng sem hefur verið týndur frá því á þriðjudaginn s.l. þá ákveður Morgunblaðið að setja það á frekar óáberandi stað í blaðinu, þeir velja vinstri síðu og hafa þetta í smá klausu.  En þegar Egill Helgason hefur ákveðið að byrja blogga á mbl.is þá er það talinn vera stór frétt og höfð á áberandi stað á baksíðu blaðsins.

Vissulega er það frétt að maður sem hefur bloggað í mörg ár en alltaf neitað fyrir það að blogga með þeim rökum að hann hafi bara verið að skrifa en ég spyr er það stærri frétt en að ungur piltur sé týndur?

Já þetta er einkennileg forgangsröðun .... allavega að mínu mati!


Svona er það nú!

Hvað ætli séu margir fangar í USA sem ættu jafnframt að eiga rétt á að sleppa við afplánun líkt og Paris?  Þetta er nú frekar aumt - það hefur hugsanlega ekki verið eins mikil athygli sem hún fékk innan veggja stofnunarinnar eins og hún fær á götum úti eða voru það kannski fjölmiðlarnir sem fengu hana lausa svo að þeir gætu fylgst betur með henni ? Wink
mbl.is Látin laus samkvæmt læknisráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðaför í beinni útsendingu

Nú verða lesnar dánarfréttir og jarðafarir.....

Meðan maður horfir á þennan líka hræðilega leik Íslenska landliðsins þá get ég ekki annað en hugsað til þess tíma þegar ég sem polli sat við eldhúsborðið hjá Ömmu Sollu og hún var með útvarpið í gangi - helst til of hátt stillt - og það glumdi um íbúðina

"Nú verða lesnar dánarfréttir og jarðafarir....

....Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi" os.frv

Hvernig ætla menn að réttlæta þetta tap, þegar þetta er skrifað er staðan 5-0 ég segi það satt og skrifa 5-0. 

Þetta verður kannski svipað og þegar Helgi Númason skoraði einu sinni í leik á milli Íslands og Dana, þegar staðan var 6-0 fyrir dönum. 

Þegar hann sá spjaldið 6-1 þá hljóp hann fram á miðjan völlinn og kallaði til strákana,

"strákar nú tökum við á því - þeir eru að gefast upp !!"

Nei nú segi ég skilið við þessa íþrótt í bili og held mig bara við golfið...... það eru þó allavega engar jarðafarir í beinni útsendingu þar!


mbl.is Íslendingar sáu aldrei til sólar í fimm marka tapleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taka dýrin eignanámi !

Lögreglan þarf að hafa afskipti af hrossastóði á þjóðveginum.

Það er alveg ljóst að herða þarf reglur vegna lausagöngu dýra í og við þjóðvegi landsins.  Eins og málum er háttað í dag þá gengur það ekki lengur að dýr séu látin jafnvel afskiptalaus vegfarendum til mikillar hættu. 

Af hverju eru þessi dýr ekki gerð upptæk og seld hæstbjóðanda - það fjármagn sem skapast af því gæti runnið til að mynda til skógræktar eða annarra umhverfisþátta.


mbl.is Sjö hross ganga laus á þjóðveginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrstu skólaslit Sæmundarskóla

Þá er fyrsta starfsári nýjasta grunnskóla Reykjavíkurborgar, Sæmundarskóla lokið. 

Það hefur verið sannur heiður að fá að taka þátt í því líflega og skemmtilega starfi sem einkennt hefur alla starfsemi skólans á liðnum vetri og maður er fullur tilhlökkunar að fá að taka þátt í enn öflugra og enn skemmtilegra starfi á komandi vetri.

Einkunnarorð skólans eru Gleði - Virðing - Samvinna og það er óhætt að segja að allt starf skólans hafi haft þessi orð að leiðarljósi.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband