Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Hækka bílprófsaldurinn?

SjúkrabíllÉg veit ekki hvort það sé svarið að hækka bílprófsaldurinn því svo virðist vera að fólk á öllum aldri sé að haga sér einkennilega í umferðinni, líkt og mótorhjóla tilfellinn sanna s.l. daga og ekki veit maður á hvað aldri þessir blessuðu ökumenn voru sem ákváðu að ryðja veginn fyrir sjúkrabílinn og vera í einhverskonar "for"forgangsakstri.  Þetta er auðvitað ekki í lagi.  Það er bara spurningin hvað er til ráða?  Ég veit að maður hefur verið að spyrja að þessari spurningu ansi oft undanfarnar vikur og mánuði þar sem hraðakstur almennt er að verða stórt vandamál bæði hér í borginni sem og úti á þjóðvegum landsins.

Spurning hvort tryggingafélög gætu komið meira inn í þessi mál t.d með því að veita viðskiptavinum sínum afslátt ef þeir hafa ekki verið teknir fyrir of hraðan akstur á árinu.  Það gefur augaleið að ökumaður sem ekur ekki eftir aðstæðum er klárlega líklegri til þess að valda slysi á sér og öðrum þegar hann fer ekki eftir t.d. hámarkshraða sem er heldur ekki alltaf æskilegur hraði - því þótt það standi 90 á skilti þá geta aðstæður á veginum eða umhverfinu verið á þann veg að ekki er æskilegt að aka á löglegum hámarkshraða !  Tryggingafélögin gætu því hugsanlega hagnast á þessu til lengri tíma litið í fækkun slysa.

Einnig vil ég nota tækifærið og hrósa sýslumanninum á Selfossi honum Ólafi fyrir það að ætla gera kröfu í mótorhjólin sem óku á "drápshraða" fyrir nokkrum dögum síðan - það er mikilvægt að láta reyna á þessi lög - ekki það að ég efast ekki um það að dómarinn taki vel í þessi mál - annað væri bara einfaldlega ekki eðlilegt! 

Ég kastaði fram spurningum hér áður á blogginu um það hvað gerist þegar viðkomandi er með bílalán á ökutækinu, verður þetta ekki eins og stöðumælabrot - þ.e fer framfyrir veðið sem á ökutækinu hvílir og verður forgangskrafa - annað væri fásinna að mínu mati.


mbl.is Tóku fram úr sjúkrabíl í forgangsakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær árangur

Hrakspár einstakra veitingamanna (man reyndar ekki eftir nema einum eða tveimur) hafa nú þaggaðar niður og hrakspár þeirra hafa síður en svo ræst.  Veitingamenn virðast hinsvegar vera sammála um það að fleirri ánægðir viðskiptavinir séu á stöðunum nú en áður.  Enda ekkert skrítið þar sem fólk hefur ekki á tilfinningunni að það sitji í öskubakka í hvert skipti sem það fer á kaffihús, veitingastað eða skemmtistað.

Enn og aftur óska ég öllum til hamingju með þennan glæsilega árangur !


mbl.is Aðsókn óbreytt þrátt fyrir reykingabann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyr heyr

Undir þessi orð get ég tekið

 „Við hvetjum ökumenn til að sýna ábyrgð í umferðinni, fara að gildandi lögum og virða stöðvunarmerki lögreglu".

Bifhjólasamtökin öll þurfa að leggjast á eitt til þess að fækka þessum slysum.


mbl.is Bifhjólasamtök fordæma háskaakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraði dauðans

Hvað gengur þessu fólki eiginlega til.  Maður hefði haldið að það hörmulega slys sem átti sér stað fyrir nokkrum dögum síðan myndi hægja aðeins á "félögum" hans á gljáðu fákunum.

Þetta eru ekkert annað en dauðatól þegar þessum tækjum er ekið á þessum hraða og það á þjóðvegum sem eru varla gerðir fyrir 90km hraða.... hvað þá 174km hraða!

Hvað er til ráða?  Því eitt er víst - það verður að hægja á þessum tækjum strax áður en þessir brjálæðingar drepa aðra vegfarendur í kringum sig... 


mbl.is Hópur bifhjólamanna mældur á 174 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvenjuleg auglýsing sem gaman gæti verið að sjá hér á landi.

Mögnuð auglýsing - Það skyldi þó aldrei vera að við ættum eftir að sjá svona auglýsingu á  gamla Morgunblaðs húsinu við Aðalstrætið eða húsi verslunarinnar - gæti verið skemmtileg sjón.

BapIg0STjt

Ekki sitja, ekki standa, ekki hoppa, ekki borða og alls ekki blikka augunum

Það er orðið svo margt sem maður á að forðast í lífinu að manni endist varla sólahringurinn við að telja upp það sem ekki má og það sem er í lagi að gera.

Einu sinni las ég fyrirsögn í dagblaði sem hljóðaði eitthvað á þessa leið

"Tap veldur krabbameini" svo þegar maður las fréttina þá kom í ljós að maður þurfti að drekka sem samsvarði 3 baðkörum á dag í 7 ár eða svo og þá gæti verið möguleiki á að Tap myndi valda krabbameini.

Einhvertímann las ég einnig í blaði að einhver litur af MM væri krabbameinsvaldandi og þegar betur var að gáð þurfti maður að bryðja nánast á 10 sek fresti eitt stykki í nokkur ár og þá gæti MM af ákveðnum lit valdið krabbameini.

Ég hreinlega skil bara ekki af hverju foreldrar mans eru á lífi miðað við allar þær upplýsingar sem liggja fyrir árið 2007 hvað allt er óhollt og ekkert hollt. 

En þegar allt kemur til alls er þetta ekki bara heilbrigð skynsemi sem ræður ríkjum eða er hún kannski orðin óholl líka Wink


mbl.is Grillarar lifa hættulegu lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann fékk þó bústað.... það er meira en margur annar getur sagt

Það er nefnilega svo einkennilegt hve sumir eru "heppnir" að fá alltaf úthlutað bústað þegar þeir vilja hjá VR þegar aðrir fá ekki bústað svo árum skipti. 

Ég skil reyndar ekki af hverju páska- og sumarúthlutanir hjá stóru verkalýðsfélögunum eru ekki gerðar opinberar á innrivefum félagasamtakanna.  Þannig getur hinn almenni félagsmaður veitt félögunum það aðhald sem klárlega þarf að vera til staðar.

nytt_logo_vrEn fyrst að ég er nú farinn að tala um VR þá finnst mér það alveg makalaust og án efa einsdæmi að formaður verkalýðsfélags vill semja af félagsmönnum sínum líkt og Gunnar Páll formaður VR vill gera með því að fækka sumarfrísdögum félagsmanna í næstu kjarasamningum, ef maðurinn telur sig ekki vera hæfan að semja til batnaðar fyrir félagsmenn þá ætti hann að finna sér annan stól til þess að setjast í, en stundum er þetta svona þegar menn sitja báðu megin við borðið líkt og hann gerir þar sem hann situr í stjórnum fyrirtækja og er svo formaður VR.... Þessi blanda er ekki æskileg að mínu mati, enda nóg af félagsmönnum hjá VR sem myndu glaðir setjast í stjórnir fyrirtækja fyrir félagið og að sjálfssögðu þyggja laun fyrir líkt og formaðurinn gerir.

 


mbl.is Æla, notaðir smokkar og rotnandi matarleifar tóku á móti gestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér kemur stjörnuspá júní mánaðar - og það er ekkert verið að skafa af því.

Hrútur (20. mars - 20. apríl): Þú ert óþolinmóður og fljótfær egóisti, góður að lofa öllu fögru, en fljótur að gefast upp og láta aðra þrífa upp skítinn. Þú ert keppnismaður og sérlega klár í að keppa við ranga aðila og slá tilgangslaus högg útí loftið.  Þú ert kvikindi, en það hjálpar hversu einlægur, barnalegur og einfaldur þú ert.

Naut (20. apríl - 21. maí): Þú ert latur og þrjóskur, enda löngu staðnaður og fastur í sama farinu. Peningar og þægindi eru það eina sem þú hugsar um, enda háður nautnum, mat, sykri og skynörvandi efnum. Þú hreyfist ekki úr stað og selur sannfæringu þína hæstbjóðenda. Þú ert lítið betri en stífluð rotþró.

Tvíburi (21. maí - 20. júní): Þú ert eirðarlaus og yfirborðslegur, alltaf á hlaupum frá einu tilgangslausu verkefni í annað, með hundrað ókláruð járn í eldinum. Þú ert sí ljúgandi, enda sérfræðingur í að gefa loforð sem þú getur ekki staðið við.  Vissulega ertu vel gefinn, en þú sóar hæfileikum þínum í blaður og óþarfa.

Krabbi (21. júní - 23. júlí): Þú þykist vera töff, en ert í raun aumingi og tilfinningasósa, og getur ekki talað og tjáð þig, nema með því að væla og kvarta. Þú ert fastur í fortíðinni og munt því fyrr en síðar kafna í drasli og gömlum minningum.  Þegar þú reiðist þá fer allt í einn graut og upp blossar grimmd og hefnigirni. En svona dags daglega þá ertu fúll, þunglyndur og sjálfsvorkunnsamur.

Ljón (22. júlí - 23. ágúst): Þú ert eigingjarn og of upptekinn af eigin málum til að hafa áhuga á öðrum. Þú veist allt og hlustar ekki eða öskrar á andmælendur þína. Þú ert svo barnalegur, einlægur og trúgjarn, að það er augljóst að þú hefur aldrei fullorðnast. Þú ert latur, en þegar þú gerir eitthvað, þá gengur þú of langt.

Meyja (23. ágúst - 23. september): Þú ert einn leiðinlegasti maður í heimi, alltaf að kvarta, gagnrýna og skipta þér af fólki, en segir aldrei neitt sem gagnast öðrum. Þú ert alltaf á hlaupum, þykist vera duglegur, en gerir aldrei neitt af viti, ekki frekar en stormur í tebolla. Þú ert stressuð taugahrúga.

Vog (23. september - 22. október): Þú þykist vera ljúfur og vingjarnlegur, en ert í raun falskur og eigingjarn, brosir framan í fólk, en lýgur og ferð bakvið aðra. Það tekur þig óratíma að taka ákvaðanir, en þegar það loksins gerist, ertu óhagganlegur, enda of latur til að hugsa málin aftur og of upptekinn af því að smjaðra fyrir öðrum.

Sporðdreki (23. október - 21. nóvember): Þú ert frekur og valdasjúkur, færð einstök mál á heilann (þráhyggja) og ert því einhæfur og hundleiðinlegur. Þú ert ímyndunarveikur og tortrygginn, móðgast útaf engu og gerir úlfalda úr mýflugu. Lífið er annað hvort frábært eða ómögulegt. Þú ert eins og biluð plata, stöðugt að spila sama lagið.

Bogmaður (22. nóvember - 21. desember): Þú ert týpan sem grautar í öllu, en kann ekkert, enda alltaf á hlaupum úr einu í annað. Þú átt erfitt með að þekkja takmörk þín, ert agalaus, flýrð óþægindi og veist ekki hvernig þú átt að nýta hæfileika þína. Ef þú nærð tökum á einhverju, þá hleypur þú í verkefni sem þú ræður ekki við.

Steingeit (21. desember - 20. janúar): Þú ert stífur og vansæll vinnualki, fastur í tilgangslausum siðum og reglum, alltaf að skipta þér af öðrum og segja þeim að gera það sem þú getur ekki gert sjálfur. Þú ert snobbaður og þráir stöðutákn, enda með minnimáttarkennd sem þú heldur að hægt sé að breiða yfir með titlum og merkjavöru.

Vatnsberi (20. janúar - 19. febrúar): Þú ert sérvitur og skrýtinn, og alltaf svo langt á undan samtímanum að enginn skilur þig eða getur notað hugmyndir þínar. Vissulega ertu svalur, en þú ert svo sjálfstæður, ópersónulegur og hræddur við raunverulegan innileika, að þú ert í raun alltaf einn, frosinn í einskis manns landi. Týndur á skýi í háloftunum.

Fiskur (19. febrúar - 20. mars): Þú ert rugluð og týnd sál og hefur ekki hugmynd um hvernig þú átt að nýta hæfileika þína eða í hvaða átt þú átt að fara. Þú vilt vera alls staðar og upplifa allt. En þar sem þetta er ómögulegt, þá fer allt í vitleysu. En það gerir ekkert til, þú ert sérfræðingur í sjálfsblekkingum og því að flýja raunveruleikann.


Fjölskyldu og húsdýragarðurinn í boði FS

Hafdís og Emma

Það var ánægjulegt að njóta dagsins með fjölskyldunni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á laugardaginn og sérstaklega vegna þess að við hjónin áttum 6 ára brúðkaupsafmæli.  Hvernig er hægt að halda uppá slíkan dag nema í faðmi fjölskyldunnar. 

Í lestinni

Það voru foreldrar Kötu sem buðu okkur í garðinn til þess að taka þátt í fjölskyldudegi FS.  Það er óhætt að segja að dagurinn hafi verið velheppnaður.  Stelpurnar nutu sýn og fóru í hvert tækið á fætur öðru og ég og Kata fengum að fljóta með sem "aðstoðarmenn" öllum til mikillar skemmtunar.

Þegar líða tók á daginn var farið í tjaldið og þar voru fínar veitingar boðnar fram pylsur og pizzur krökkunum til mikillar ánægju - og reyndar okkur líka.

Hér erum við

 

Ég er búinn að setja inn nokkrar myndir í myndaalbúmin hér af ferðinni í húsdýragarðinn. 

 

Sú stutta fór í sína fyrstu lestaferð í garðinum og þurfti að sjálfssögðu að kanna hvort ekki væri allt með feldu á hliðum vagnsins..... svo kallaði hún bara "allt í lagi hér"

Hey, það er í lagi með hliðarnar

 

 


Seinni auglýsingin

Rétt hjá þér Halli, maður verður að gæta jafnræðis svo hér birtist auglýsingin með karlmanninum LoL


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband