Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Ég vil , Ég vil, Ég vil...

... framkvæmdir

... uppbyggingu

... samgöngur

... grósku

... iðandi mannlíf

... En ég vil engar framkvæmdir heima hjá mér! Engar breytingar heima hjá mér! Enga samgöngur heima hjá mér! Engar uppbyggingu heima hjá mér!

Þetta er svolítið kjánalegt -  þetta er oft líka umræðan þegar við tölum um að auðvitað eigum við að byggja háar byggingar- turna - en þegar að því kemur að byggja þá þá vill enginn hafa þá við heimilið sitt.  Álafosskvosin er fallegur staður og enginn ástæða fyrir því að hann verði það ekki áfram þrátt fyrir tengibraut og nýtt hverfi.  Þarna er hinsvegar fólk á ferðinni sem kýs stöðnun og helst algjört STOPP vegna þess að það á eða leigir húseignir á svæðinu.  Ég held að ég sé ekki að fara með rangt mál þegar ég segi að allar þessar framkvæmdir hafa farið í gegnum öll þau ferli innan bæjarkerfisins sem þörf er á að þau fari í gegnum og fengið öll þau samþykki sem þarf til þess að fara í framkvæmdir.


mbl.is Hafa ekki áhuga á stríði við íbúa Álafosskvosarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

áts, það er eitthvað fast...

... í tönnunum á mér

dfScs4RszE

Þá er ég sáttur

Ef ekki fyrir það eitt að ávaxtaflugan tekur sjálfstæðar ákvarðanir.  Það sem mér finnst merkilegast við þetta er það - hver fékk starfið við að fylgjast með flugunni eða flugunum.  Það getur ekki verið skemmtilegt starf.  En annars skal maður ekki dæma nema prófa hlutinn sjálfur.  Kannski að maður hlaupi útí garð og kanni hugarástand Býflugunnar eða Geitungsins í sumar þegar allt er komið í blóma..... hver veit  Smile
mbl.is Ávaxtaflugan tekur sjálfstæðar ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn góður

Gunna: Mikið voru blessuð jólin frábær. Fékk þvílíkt flottar gjafir og 
frábæran mat. En þú Fjóla mín var ekki allt eins og best var á kosið ??????

Fjóla: Ja Gunna mín, þetta var nú ekki alveg eins og best hefið verið.
Nú klukkurnar hringdu inn jólin og ég var komin í mitt fínasta púss og 
gargaði á liðið að fá sér að borða.

Nú allir ruddust að borðinu og gerðu sér að góðu jólamatinn, nema  þegar ég
var á fullu sving að fá mér "væna flís af feitum sauð",  heyrðist í Palla
mínum, "Heyrðu Fjóla mín, viltu ekki fara smá varlega  í matinn, þú lítur orðið
út eins og heybindivél í vextinum".

Ég bara fékk flog, en hélt þó haus og var ekkert að æsa mig. Svo þegar  búið
var að opna pakkana og allir farnir að lúlla þá vildi nú Palli  minn fá sitt!!!!

Ég snéri mér og horfði fast í augun á honum og sagði; "ELSKU PALLI ÞÚ  SKALT
NÚ EKKI HALDA AÐ ÉG RÆSI HEILA HEYBYNDIVÉL FYRIR EITT LÍTIÐ STRÁ"

Pöntun á 1 stk

Eitt stykki takk fyrir - það væri ekki amarlegt að fá eitt svona tæki við skrifborðið, ganga allann daginn í vinnunni !!  Árangurinn yrði brjálæðislegur.
mbl.is Bumbuna burt í vinnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyr himna her !

Nú skal sko berjast sem aldrei fyrr.  Fyrr en varir sér maður menn og konur massera um stræti og torg með byssur, gaffla og hrífur syngjandi hersöngva og kallandi baráttuslagorð eins og þeir ættu lífið að leysa í baráttu sinni um ógnvaldinn mikla MINKINN.  Án þess að ég vilji vera neikvæður þá held ég að þetta sé jafn töpuð orusta og þegar Samfylkingin ætlaði að fella ríkisstjórnina - algjörlega dauðadæmd aðgerð frá upphafi bæði fyrir land og þjóð.
mbl.is Sótt verður að minknum sem aldrei fyrr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TNT - Öruggar hraðsendingar

Væri ekki nær að stjórnvöld myndu skipta um hraðfluttningsfyrirtæki.  Ég get til að mynda mælt með TNT sem Íslandspóstur er með.  En hversu "einfaldur" þarf maður að vera til þess að átta sig ekki á að um kjörseðil er að ræða, ég geri ráð fyrir að pakkinn hafi verið að koma frá sendiráði eða ræðismanni. 

Ég hélt líka að DHL gætu treyst sendiráðum og ræðismönnum, en það er kannski ekki svo?


mbl.is DHL segist áskilja sér rétt til að opna pakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþarfi eða?

Eins og svo margir aðrir sá ég þessi umræddu auglýsingu.  En ég get ekki séð nokkur rök fyrir því að einhver ætti að þurfa biðjast afsökunar vegna hennar.  Hún var ekki á nokkurn hátt meiðandi fyrir einn né neinn, að mínu mati.

Ég hugsa að Steingrímur sé sár vegna andlitsteikningar sem kom útúr tölvuskjá þar sem hann var dulbúinn sem "net"lögga.  En þetta var einfaldlega fyndinn mynd og ég er ekki frá því að það hafi halað inn einhverjum atkvæðum fyrir vinstri græna sjálfa frekar en framsókn !


mbl.is Steingrímur krefur Jón um afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fráhvarfseinkenni vegna skoðanakannana.

Það er ekki laust við að maður sé kominn með fráhvarfseinkenni þar sem engar skoðanakannanir hafa verið birtar í dag.  Svona til þess að draga úr einkennunum hef ég sett inn nýja skoðanakönnun hér á síðuna þar sem spurt er hvort þið séuð sátt við niðurstöður alþingiskosninganna.  Endielga takið þátt.


Traustur þingmannaflokkur Sjálfstæðisflokksins

     
1 RS Geir H. Haarde                          
2 RS Björn Bjarnason
3 RS Illugi Gunnarsson
4 RS Ásta Möller
5 RS Birgir Ármannsson 
1 RN Guðlaugur Þór Þórðarson
2 RN Guðfinna S. Bjarnadóttir
3 RN Pétur H. Blöndal
4 RN Sigurður Kári Kristjánsson
JÖ SV Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
1 NV Sturla Böðvarsson
2 NV Einar Kristinn Guðfinnsson
3 NV Einar Oddur Kristjánsson
1 NA Kristján Þór Júlíusson
2 NA Arnbjörg Sveinsdóttir
3 NA Ólöf Nordal
1 SU Árni M. Mathiesen
2 SU Árni Johnsen
3 SU Kjartan Þ. Ólafsson
4 SU Björk Guðjónsdóttir

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband