Leita í fréttum mbl.is

Ég vil , Ég vil, Ég vil...

... framkvæmdir

... uppbyggingu

... samgöngur

... grósku

... iðandi mannlíf

... En ég vil engar framkvæmdir heima hjá mér! Engar breytingar heima hjá mér! Enga samgöngur heima hjá mér! Engar uppbyggingu heima hjá mér!

Þetta er svolítið kjánalegt -  þetta er oft líka umræðan þegar við tölum um að auðvitað eigum við að byggja háar byggingar- turna - en þegar að því kemur að byggja þá þá vill enginn hafa þá við heimilið sitt.  Álafosskvosin er fallegur staður og enginn ástæða fyrir því að hann verði það ekki áfram þrátt fyrir tengibraut og nýtt hverfi.  Þarna er hinsvegar fólk á ferðinni sem kýs stöðnun og helst algjört STOPP vegna þess að það á eða leigir húseignir á svæðinu.  Ég held að ég sé ekki að fara með rangt mál þegar ég segi að allar þessar framkvæmdir hafa farið í gegnum öll þau ferli innan bæjarkerfisins sem þörf er á að þau fari í gegnum og fengið öll þau samþykki sem þarf til þess að fara í framkvæmdir.


mbl.is Hafa ekki áhuga á stríði við íbúa Álafosskvosarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Heill og sæll, þetta er hárrétt hjá þér, það hefur verið gert.

Þær framkvæmdir sem verið er að mótmæla núna eru vegna lagna sem eru nauðsynlegar til að tengja hið nýja íbúahverfi í Helgafellslandi eins og kemur fram í fréttinni.

Fjölmargir halda að verið sé að leggja hraðbraut í gegnum Álafosskvosina, en hið sanna er að þessi vegur hefur verið á skipulagi í aldarfjórðung. Á undirbúningstímanum hefur vegurinn svo verið færður fjær kvosinni og hann aðlagaður enn frekar að landinu eins og sjá má á þessum myndum af tengiveginum. Ég skrifaði grein fyrir nokkru síðan um málið sem hægt er að lesa hér.

Mosfellsbær tilkynnti Skipulagsstofnun um þessa framkvæmd við tengibrautina og komst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að framkvæmdin þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Þessa ákvörðun Skipulagsstofnunar staðfesti umhverfisráðherra. Sú niðurstaða var kærð til kærunefndar skipulags- og byggingarmála sem komst að því að á grundvelli nýrra laga frá 2006 um umhverfismat áætlana yrði gera umhverfisskýrslu sem svo auglýst yrði með deiliskipulaginu að þessum 500 metra kafla brautarinnar sem um ræðir.

Fljótlega verður deiliskipulagið auglýst aftur til kynningar og þá með umhverfisskýrslunni.

Herdís Sigurjónsdóttir, 17.5.2007 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband