Leita í fréttum mbl.is

4 rútur lagðar af stað í haustferð Varðar

Það er alveg með ólíkindum hvað hægt er að gera með nýjustu tækni frá Símanum.  Þessa stundina bloggar maður bara þegar maður er á leiðinni út úr bænum, er hægt að hafa þetta betra?

Nú erum við lögð af stað í haustferð Varðar.  Þátttakana er stórglæsilegt því við erum í með góða rútulest, 4 rútur frá GJ.  Það er óhætt að segja að veðuröflin séu flokknum hliðholl miðað við þá veðurblíðu sem er í dag, það er nánast að maður verði bara orðlaus yfir því að það skuli ekki rigna í dag eins og undanfarnar vikur. 

Förinni að þessu sinni er heitið í Reykholt í Borgarfirði, gamla skólann minn, þar sem sr. Geir Waage tekur mun taka á móti okkur og fara yfir sögu staðarins.  Þegar við verðum búin að skoða Reykholt verður komið við í Andakílsárvirkjun og hún skoðuð.  Geir Haarde, Vilhjálmur borgarstjóri, Marta Guðjónsdóttir formaður Varaðar, Dögg Pálsdóttir alþingismaður og Emil í stjórn sjálfstæðismanna í Grafarvogi eru leiðsögumenn ferðarinnar og maður er svo sannarlega ekki svikinn af því að fá einhvern fróðleik frá þeim.

Sem sagt stórglæsilegur dagur í góðra vina hóp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

góða ferð gamli

Ólafur fannberg, 7.10.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband