Leita í fréttum mbl.is

Hvað stendur í veginum?

Mér er bara spurn, hvað í ósköpunum stendur í vegi fyrir því að það sé leyfilegt að selja lyf sem nú þegar eru í sölu bæði hérlendis og erlendis t.d. Svíþjóð þar sem tilraunir íslendings hafa leitt til þess að lyfjakostnaður þeirra sem þurfa að kaupa sér lyf lækki.  Miðað við þau verð sem maður hefur séð í fjölmiðlum þá getur þarna verið á ferðinni veruleg kjarabót fyrir þá sem þurfa heilsu sinnar vegna að kaupa lyf að staðaldri á okurverði í þeirri fákeppni sem virðist einkennast lyfjamarkaðinn á Íslandi.  Maður hlýtur að spyrja sig að því hvaða hagspuni eða hverja Lyfjastofnunin er að vernda?  Það er ekki eins og það sé verið að selja ólögleg lyf. 

Það má alveg líka spyrja sig að því hvort það gæti ekki verið tækifæri fyrir fyrirtæki hér á landi sem vildu setja upp lyfjaverslun á netinu með lágmarks yfirbyggingu og minni fókus á hina ýmsu vörur sem fást í apótekum nú í dag þetta er farið að minna frekar á snyrtivöruverslanir fremur en apótek líkt og bensínstöðvarnar eru farnar að minna einna helst á kjörbúðir fremur en bensínafgreiðslur.

Það er spurning hvort Kaupás fari kannski að selja lyf á netinu og bjóði svo viðskiptavinum sínum upp á að sækja annaðhvort lyfin eftir 24 tíma í næstu Krónuverslun eða fái lyfin send heim. 

Eitt verður þó athyglisvert að fylgjast með þ.e hvernig forstjóri Lyfjaverslunar ætlar sér að réttlæta þetta "bann" við sölu lyfja í netverslun !


mbl.is Vill leyfa póstverslun með lyf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt þetta er alveg rétt hjá þer/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 15.7.2007 kl. 16:29

2 Smámynd: Skarfurinn

Sammála þér Óttar, fróðlegt verður að fylgjast með Rannveigu forstjóra Lyfjastofnunar verja þá ákvörðun sína að banna þessa póstverslun sem sýnist lögleg þar sem lyfseðlar fylgja pöntunum og að sending kemur á kennitölu viðtakanda (sjúklings).

 Þessi sami forstjór lét hafa eftir sér í blöðunum um daginn að ef innflutningur sé á kt. viðtakanda (sem ekki var áður) þá sé þetta í lagi, en svo skeður það skrýtna að manneskjan tekur u-beygju og breytir skoðun sinni, emn af hverju veit enginn enn.

Skarfurinn, 15.7.2007 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband