Leita í fréttum mbl.is

Er þetta búið hjá henni ?

Nú er farið að kurra veruliða í liðum Samfylkingarinnar eftir að Rúv gerði skoðanakönnunina í dag opinbera.  Það er alveg ljóst að frá því að Ingibjörg Sólrún bolaði fjölskyldumeðlim sínum úr formanssæti flokksins hefur leiðin verið brott niður á við.  Fyrrum stuðningsmaður Ingibjargar númer 1 virðist vera búinn að yfirgefa stjórnarbrúnna innan flokksins og flautað áhöfnina frá borði áður en báturinn sekkur sem virðist orðið óumflýjanlegt eins og staðan er í dag!  Hann hefur gefið út dánarvottorð og samkvæmt því sem mér skyldist eru kraftafólk úr Alþýðuflokknum nú að funda og velta fyrir sér hvort ekki sé rétt að bjóða fram undir merkjum flokksins á nýjan leik, reyndar kemur það ekki á óvart að Alþýðuflokkshluti flokksins skuli vera fyrstir til þess að ganga frá borði þar sem þeir eiga svo til að segja enga samleið lengur með flokknum! 

Það virðist því ekki lengur vera spurning hvort pólítískur ferill Ingibjargar sé komin á endastöð því háværar raddir innan flokksins eru orðnar enn háværari og krefjast menn orðið afsagnar formannsins og það fyrir kosningar, hugsanlega er það eina von flokksins til þess að komast í ríkisstjórn næst! 

Nú er spurningin hvað gerist næstu daga, vikur eða mánuðinn !?  Það eitt verður tíminn að leiða okkur í ljós!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Löngu búið. Eftir er það sem erfiðast er: Að viðurkenna það.

Hlynur Þór Magnússon, 2.2.2007 kl. 00:58

2 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Hrikalega spennandi.......og náttulega ágætt fyrir okkur Sjálfstæðismenn að formaður Samfylkingarinnar sér alveg sjálf um baráttuna fyrir okkur.  Við getum því einbeitt okkur að öðru og þurfum lítið sem ekkert að dreifa athyglinni í þessa átt, nema þá helst okkur til dundurs og skemmtunar!  Annars hvernig var það þegar hún var í Kvennalistanum, er hún ekki búin að rúlla tvisvar áður út af þingi svona hjálparlaust....man það ekki?  Allt er þegar þrennt er vonandi!

Vilborg G. Hansen, 2.2.2007 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband