Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Ég er bara alveg STÚMM

Eins og Bibba á Brávallagötunni sagði eitt sinn "Ég er bara alveg STÚMM".

Þetta er orðið daglegur fréttafluttningur um ofsakastur um götur stór Reykjavíkursvæðisins.  Ég held að það sé komið í ljós að STOPP átak Umferðastofu virkaði ekki, í það minnsta var virkni þess ekki til lengri tíma.

Hvað er til ráða?  Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör!  En það er alveg orðið deginum ljósara að það verður eitthvað að gera og það strax.  Ég veit ég hef skrifað það áður og ég skrifa það aftur - Það verður að gera eitthvað og það strax!  Maður verður nú samt alltaf jafn hissa þegar maður les um fullorðið fólk haga sér svona í umferðinni, spurning hvort þroski þessa ágæta mans sé á við aldur.

Lögreglan verður að vera enn sýnilegri en hún er í dag, mæla á vel sjáanlegum stöðum svo forvarnagildi radamælinga virki.  Það hlýtur að vera markmið lögreglunnar að beita frekar forvörnum en að reyna nappa sem flesta.


Hann óx ekki frá þjóðinni, heldur þjóðin frá honum

Hvaða voðalegur drami er þetta, má blessaður pilturinn ekki taka út það lífsskeið sem margir 22 strákar já og stelpur taka út á þessum árum.  Þar sem mottó-ið er líklega "lífið er stutt eins gott að njóta þess á meðan það varir". 

Ég tel að hann megi ganga heldur langt ef hann á að vera heilli þjóð til skammar, hugsanlega ætti breska þjóðin að skammast sín fyrir að vera elta piltinn á röndum.


mbl.is Harry prins er landi og þjóð „til skammar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur er að kveldi kominn og allir farnir sælir og glaðir

Þá er ákaflega vel heppnuðu fjölskyldyboði lokið.  Allir farnir heim til síns heima sælir, glaðir og það sem mestu máli skiptir saddir.

Boðið var uppá hátíðakalkún með Ala Katrínar fyllingu

Hátíðarkalkúnn

Það komust allir úr fjölskyldunni nema Heiðar Már bróðir og Katrín kona hans, þau völdu frekar að vera með aðalnum á Seltjarnanesi (nei smá grín) þau voru hjá foreldrum Katrínar sem eru svo óheppinn að búa á nesinu LoLLoLLoL

Páskaborðið  Páskaborðið

En ekki þótti reyndar öllum á heimilinu laukurinn í salatinu góður

oojj ég vil ekki lauk

En ég get glatt landsmenn með því að ég fékk ekki páskaegg en systkynin færðu mér bland í poka, enda talið að það ætti betur við mig en súkkulaðihlunkur með smá nammifyllingu Blush LoL


Páskaforréttur í undirbúningi

Nú er allt komið á suðurpunkt og allt að verða vitlaust.  Kalkúninn er farinn að líta mun betur út heldur en það lík sem við tókum út úr ísskápnum í morgun.  Verður án efa algjört lostæti á veisluborðinu.

Nú erum við að undirbúa forréttinn, spurning hvort þið vitið hvað þetta er

Páskaforréttur

Svo erum við að leggja lokahönd á páskahlaðborðið, aðeins á eftir að skreyta meira borðið sjálft en svo að sjálfssögðu verða aðalskreytingarnar gómsætur matur Smile

Páskaborðið

Páskagleðin hjá krökkunum

Svona til gamans þá set ég inn myndir af stelpunum í morgun, þegar verið var að gæða sér aðeins á páskakræsingunum.

Lestur málsháttarins 2007  Ég elska páskaegg 


Hátíðarkvöldverður.

Hér má sjá herleg heitin sem veður á boðstólnum í fjölskylduboðinu hér i Grafarholtinu í dag, það er óhætt að segja að kalkúninn sé enginn smá smíði því hann er samtals 10,1kg. 

Ein ég sit og sauma   Út troðinn kalkúnn 

Til gamans er uppskriftin að kalkúnafyllingunni sem við notum hér

100gr smjör

2 stk meðal stórir laukar, smátt saxaði

1 stk sellerýstöngull, smátt saxaður

16-18 stk samlokubrauðsneiðar, skornar í tenginga

12 stk beikonsneiðar, steikar og gerðar stökkar, síðan muldar niður

1 dós Diamont Pekanhnetur, grófsaxaðar

2 tsk þurrkuð Salvía

1 tsk salt

1/2 tsk hvítur pipar

2 stk stór egg, þeytt með gafli

2-2 1/2 dl ljóst, gott kjötsoð

250gr af Flúðasveppum

Verklýsing

Bræðið smjörið í stórum potti, yfir meðalhita.  Látið laukinn og seleríið krauma í smjörinu þar til það er orðið mjúgt.  Bætið brauðbitum, beikonbitum, sveppum, salvíu, saltinu og piparnum í pottinn og hrærið öllu vel saman.  Takið pottinn af hitanum og hrærið eggjunum og soðinu saman við, 1 dl í einu þar til öllu hefur verið blandað saman.  Gætið þess að fyllingin sé ekki of heit þegar eggjunum er bætt í uppskriftina.

Sem sagt mjög ekkert mál, nú er bara fylla kalkúninn.

Rétt kemst fyrir

Niðurstöður úr skoðanakönnun

Hér koma niðurstöður úr skoðanakönnun sem ég setti inn í byrjun vikunnar og spurt var frá hvaða framleiðanda þú kaupir páskaegg.  Alls tóku 68 aðilar þátt og niðurstaðan var eftirfarandi.

Góu 30.9%
Freyju 10.3%
Nóa Siríus 45.6%
Annað 1.5%
Heimatilbúin egg 2.9%
Kaupi ekki páskaegg 8.8%
Svona til gamans þá keyptum við egg frá Góu og Freyju hingað inn á heimilið.

14.116 Góu páskaegg

Já þau geta haldið gleðilega páska lottóvinningshafarnir sem fengu hvor um sig 10,7 milljónir, til hamingju með vinningin.

En svona til gamans þá geta þau keypt sér til dæmis 14.116 Góu páskaegg eða 7.925 pizzur frá HoltaPizzum í Grafarholti.  En svo má líka bara spara og ávaxta fé sitt til betri tíma Smile


mbl.is Tveir fengu lottóvinning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árbæjarlaugin rúlar

Maðurinn er skemmtilega geggjaður.  Ég hef hingað til látið Árbæjarsundlaug duga eða öllu heldur heita pottinn í Árbæjarlaug þar sem maður er laus við slöngur, krókódíla og mannætufiska en ræningjarnir á bökkunum geta verið til staðar þegar Hrafninn er annars vegar Wink

 


mbl.is Synti eftir endilöngu Amazonfljóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páskaeggjaleitinni lokið í Grafarholti

Jæja þá hafa allar stelpurnar mínar fundið sín páskaegg. 

Dagurinn byrjaði um kl 07.00 þegar Hafdís Hrönn kom askvaðandi inn í svefniherbergi og spurði hvort það væri ekki alveg örugglega komin páskadagur og hvort hún mætti byrja leita af páskaegginu sínu.  Svarið var einfalt - Gleðilega páska og svo byrjaði ballið þú er köld, volg, köld, heit, köld, heit, heitari og svo brennandi heit og BINGÓ - Páskaeggið fundið Wizard

Því næst hjálpaði Hafdís Hrönn litlu systur sinni henni Emmu Brá að leita, það tók aðeins skemmri tíma þar sem sú stutta er ekki orðinn tveggja ára og því kannski ekki eins mikið þolinmæði þar á ferð.

Hafdís Hrönn fékk að fela páskaeggið hennar mömmu sinnar og var það gert mjög vel og vandlega svo húsmóðirin á heimilinu var töluverðan tíma mjög köld, volg og aftur köld en að lokum finnast þau alltaf - sem betur fer.

Þá hófumst við handa við aðgerðir á eggjunum, allt eftir kúnstarinnar reglum, opna lokið á bakinu, taka nammið allt saman út og það mikilvægasta finna málshættina fyrir árið.

Málshættir heimilisins fyrir árið 2007 eru eftirfarandi

Mamma - Æskunnar dáð er ellinnar ráð.

Hafdís Hrönn - Milt er móður hjartað.

Emma Brá - Hönd skal hendi þvo.

Kæru vinir, gleðilega páskahátíð.

Endilega setjið inn í athugasemdir hvaða málshætti þið fenguð


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband