Leita í fréttum mbl.is

Það sem ekki er sagt

Fréttin er einna helst merkileg fyrir það sem ekki stendur í henni.  Einhvera hluta vegna ákveður mbl.is að birta hálfkláraða frétt sem segir nánast ekki neitt um stöðu mála í borginni.  Merkilegt að það skuli vanta hve stórt úrtakið var og hve há prósentan var sem svaraði könnuninni.  Einnig vantar í fréttina hvenær þessi könnun er gerð þ.e er þetta fyrstu vikuna í febrúar eða frá fyrsta til tuttugasta og níunda febrúar??  Það hlýtur að skipta töluverðu máli sérstaklega í ljósi þess hve neikvætt umtal borgarmálin hafa fengu framundir miðjan mánuð.

En vonandi horfir þetta allt til betri vegar og áhugavert verður að sjá könnun frá Gallup í mars og apríl, ég tel að þær muni frekar sýna hvernig staðan er og ég tala nú ekki um að þá fyrst gefst fólki tækifæri á að mynda sér skoðun á þeim miklu og góðu verkum sem framundan eru í borginni.


mbl.is Aðeins 9% treysta borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Góð spurning Þrymur, það hefur s.s ekki verið vanin að segja frá því hver kostar kannanirnar á hverjum tíma, en vitanlega ætti það að vera sjálfssagt að það kæmi fram.

Óttarr Makuch, 1.3.2008 kl. 01:56

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Er ekki kominn tími til að gefa þessu fólki vinnufrið... (mér, þér og öllum hinum).  Ég sé ekki annað en vilji sé til góðra verka, og alveg kominn tími á að setja þau í forgrunninn.  Það er nefnilega ekki nóg bara að tala um hlutina...

Sigríður Jósefsdóttir, 3.3.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband