Leita í fréttum mbl.is

Kveðja til frænku

MBL0054103

 

Í dag kvaddi ég eina merkustu konu landsins, Ástu Kristínu Eiríksdóttur ekkju Svavars Guðnasonar listmálara.  Hún Ásta var ákaflega skemmtileg kona og kunni margar sögu bæði sannar og aðrar sem voru "örlítið" kryddaðar.

Ein skemmtilegasta sagan sem Ásta sagði mér all oft var þegar hún og Svavar giftu sig í Kaupmannahöfn á sínum tíma. 

Dagurinn var mikill gleðidagur, líkt og hjá öðrum brúðhjónum, fóru þau skötuhjú saman í strætó í ráðhúsið þar sem þau voru pússuð saman en það sem meira er þau fóru heim með strætó með því að nota skiptimiðann frá ferðinni ofan í bæ, sparsemi og hnyttni hafa verið í háveigum höfð enda hafa kannski fjárráðin á þeim tíma ekki verið mikil.

Einnig er til önnur skemmtileg saga af þeim hjónum þegar þau fóru saman í laxveiði. 

Eins og allir þeir sem þekktu til Ástu vissu að hún var ein sú stundvísasta manneskja sem gekk um göturnar.  En í þessari frægu veiðiferð var Svavar búinn að næla í lax og var hann að myndast við að þreyta fiskinn áður en hann tæki hann upp á land.  Vildi svo óheppilega til að þegar þarna var komið við sögu þá var komið hádegi og kallað var til hádegisverðar í veiðihúsinu. 

Þegar Ásta var búin að bíða eftir manni sínum í dágóða stund og orðin talsvert sein í matinn þá tók hún upp skæri og klippti á línuna og sagði "Svavar, það er kominn matur og fólkið bíður".

Ég held að ég geti sagt að þetta væri ærin ástæða til sambandsslita einhverjum hjónum í það minnsta hefðu einhverjir öskrað.

En Ásta varð 96 ára í janúar s.l. og búin að lifa tímana tvenna hún hefur nú horfið til Svavars og systkina eftir góða lífsins göngu.  Ég efa það ekki að þar eru fagnaðarfundir og hittast nú systurnar Solla og Ásta sem voru svo skemmtilega ólíkar þrátt fyrir að vera nauðalíkar því báðar voru þær með stórt og opið hjarta fyrir alla þá sem á vegi þeirra urðu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æj hvað þetta var nú fallega skrifað um frænku sín.

Annars vildi ég bara kvitta fyrir innlitið, ég kíki nú stundum hingað og les pistlana þína mér til yndisauka ;)

Mæsan (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 08:06

2 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Takk fyrir þessar skemmtilegu sögur af frænku þinni

Þóra Sigurðardóttir, 24.2.2008 kl. 01:01

3 identicon

Falleg minnigargrein Óttarr minn :) Vona að þið hafið það sem allra best á klakanum. Byð að heilsa börnum og frú :)
Kveðja frá DK

Ásdís Alda (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband