Leita í fréttum mbl.is

Er þú sóði?

DVD-diskur og leifar af skyndibitamat í Skeifunni Alveg er ég kominn með nóg af sóðaskapnum í borginni, en hvað með þig?

Eins og ástandið er núna á götum, beðum og opnum svæðum borgarinnar þá er aðgerða þörf. Ekki einungis aðgerðir í tilteknum heldur einnig í hugafari fólksins. Það er alveg ótrúlegt að árið 2007 skuli fólk enn henda rusli td út úr bílum á ferð í morgun sá ég til að mynda 3 einstaklinga henda sígaréttustubbum út, 1 henti kókdós og svo loks einhver pappírsdóti. Það er heldur ekki svo ýkja margir dagar síðan ég var staddur á gatnamótum og horfði á farðþegan í bílnum við hliðina á mér losa öskubakkann á götuna. Þetta er auðvitað ekki í lagi - Maður veltur því hreinlega fyrir sér hvað vakir fyrir svona fólki ef eitthvað skyldi yfir höfuð vaka fyrir því. Ég hef öft velt því fyrir mér hvers vegna lögreglan gerir ekki neitt í þessu máli - víðast hvar erlendis þá stöðvar lögreglan bíla sem hún sér að farþegar eða ökumaður er að losa rusl út, afhverju er það ekki gert hér? Hugsanlega breytir Stefán lögreglustjóri þessu.

Svo er það annað mál sem vert er að hugsa um og það er hvers vegna fyrirtæki hugsi ekki betur um lóðir sínar en raun ber vitni. Í myndaseríunni má til að mynda sjá bílaplanið hjá BT, Spron og Fönix í Skeifunni. Það er ekki mikið mál fyrir þessi fyrirtæki að hreinsa aðeins í nágrenni við afgreislustaði sína, það ætti í raun að vera skylda. Það sama á við þegar maður skoða nágrennið við söluturna og skyndibitastaði, það er undantekning ef ekki er rusl og drasl út um allt. Þessu þarf að breyta. Það er hreinlega spurning hvort Reykjavíkurborg neyðist ekki til að taka upp sektarákvæði vegna þeirra fyrirtækja sem ekki huga að sínum lóðum.

Tökum upp hanskan fyrir Reykjavík og hjálpumst að við að gera okkar fögru borg snyrtilegri.


mbl.is Vaxandi sóðaskapur í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það þarf örugglega hugarfarsbreytingu. Kanski ætti að fræða fólk og vera með áróður í fjölmiðlum.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.5.2007 kl. 10:09

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg er ekki sáttur við þetta alls ekki,en er ekki eitthvað að T.D. þurfum við ekki að ala börninn okkur upp betur,mer hefur fundist það vera að fara niðuávið þvi miður/Folk má ekki vera að þvi að all þau upp i goðumm og geggnum siðum/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 24.5.2007 kl. 12:57

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Ef þetta væru nú bara börn, mér hefur einmitt fundist margt fólk á öllum aldri (börn, unglingar, miðaldra og eldri borgara) hugsi lítið til umhverfisins og hendi rusli og sóði út að vild!

Óttarr Makuch, 24.5.2007 kl. 13:57

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það ungur nemur/gamall temur !!!segir máltækið,ekki miskylja mig/allir auðvitða geta verið soðar/en geta tekið sig á /Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 24.5.2007 kl. 16:01

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Tek undir þetta með þér Óttar alveg heilshugar, sóðaskaðurinn og virðingarleysið er algerlega ólíðandi....

Eiður Ragnarsson, 31.5.2007 kl. 07:00

6 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sammála.  Þetta er ófremdarástand og borgarbúum til skammar. 

Svanur Sigurbjörnsson, 1.6.2007 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband