Leita í fréttum mbl.is

Er meiraprófskennsla léileg?

Hvernig geta menn leyft sér að bera við þekkingarleysi á vinnu sinni eins og einhverjir meiraprófsbílstjórar gerðu í dag þegar lögreglan gerði athugasemdir við festingar á farmi, olíu eða skífum.  Ég vona að þessir einstaklingar séu ekki margir sem þekkja ekki eðli og ábyrgð þess að vera meiraprófsbílstjóri í umferðinni.

Ég vil ekki trúa því að kennsla þeirra skóla sem nú hafa réttindi til þess að kenna aukin ökuréttindi sé ábótavant, ég vona að þetta séu engöngu undantekningarnar sem sanna svo aftur regluna hve góðir meiraprófsbílstjórar eru hér á landi.

Ég fagna þessu átaki lögreglustjórans.  Hann er einfaldlega að sýna það í verki að löggæslan mun verða sýnilegri en hún hefur áður verið hér í höfuðborginni, sem betur fer!


mbl.is Vöruflutningabílar með ótryggan farm kyrrsettir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Obbobbobb Óttarr, nú snertirðu viðkvæma strengi hjá mér þar sem ég rek meiraprófsskóla og kenni vörubílstjórum í verklegu námi. Ég vil leyfa mér að fullyrða að kennslan, a.m.k. hjá okkur í Ökuskóla S.G. er mjög góð og bílstjórar sem hafa útskrifast frá okkur geta ekki borið við þekkingarskorti. Skólarnir vinna allir eftir sömu námsskrá þ.a. nemendur annara skóla ættu heldur ekki að geta borið við þekkingarleysi, en hver veit?...

Egill Rúnar Sigurðsson, 9.3.2007 kl. 01:58

2 identicon

Humm... kaldhæðnislegt að mér varð akkurat hugsað til þessa skóla sem vitnað er í hér á undan og ég get ekki sagt að ég hafi verið að drukkna úr kennslu... einhvern veginn flaut ég með glans í gegnum prófin þar en það situr ekki mikið eftir í hausnum á mér!!

Jón (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 02:45

3 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Það, hversu mikið situr eftir í hausnum á þér Jón er ekki við aðra að sakast er það?! Þú hlítur að hafa staðið þig vel fyrst þú fórst með glans í gegnum prófin. Ég hef aldrei heyrt neitt annað en ánægju með kennsluna hjá okkar nemendum (þar til nú). Hef grun um að þú eigir einhverra hagsmuna að gæta Jón minn.

Egill Rúnar Sigurðsson, 9.3.2007 kl. 03:17

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ætli bara ekki að sumir meiraprófbílstjórar séu bara slóðar. Það hef ég alltaf haldið. En eru flestir ekki bara ágætir.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.3.2007 kl. 11:43

5 Smámynd: B Ewing

Ég mun aldrei taka undir það sjónarmið að meiraprófskennsla sé léleg.  Ég lærði hjá Nýja ökuskólanum og var kennslan með því albesta sem ég hefði getað ímyndað mér.  Megan orðróminn hefur maður heyrt um hina og þessa ökuskóla en ég tel að hann sé almennt byggður á röngum forsendum.

Sem handhafi meiraprófa (BE, CE, DE) þá verð ég að taka fram að þó svo maður nái efninu á prófi þá situr afar fátt eftir þegar skóla er lokið.

 Fyrir því eru nokkrar ástæður að mínu mati.

 Mörg störf eru sérhæfð í þessum geira. Sumir þurfa mikið að hugsa um burðarþol, getu takmörk og þol þeirra tækja sem þeir vinna við, frágang farms og jafnvel val á leiðum (með tilliti til brúa og slíkra mannvirkja).  Ég keyri reglulega um á rútum en ég myndi örugglega vera í vandræðum með að koma fyrir 20 tonna farmi í flutningabíl svo vel sé.  Hinsvegar stend ég klár á öllu sem viðkemur akstri með farþega, hvernig aksturslagið skal vera og annað í þeim dúr.

Á skífunni stend ég klár,  held ég, en orðið á götunni er að eftirlitsmenn Vegagerðirnar geri athugasemdir við skífur á afar dyntóttan og óljósan hátt.  Hingað til hef ég aldrei sýnt eftirlitsmanni Vegagerðarinnar skífu svo ég þekki það ekki á eigin skinni.

Ég hef hvergi orðið var við að hægt sé að rifja upp námsefnið t.d. á netinu. Nýjar reglugerðir eru undantekningarlaust illa kynntar, jafnvel ekkert kynntar,  fyrir mönnum sem vinna í þessum geira. 

Þar að auki var námsefnið bölvað törf á köflum og á einhverju kontórista- og möppudýramáli en ekki á mannamáli, hvað þá á bílstjóramáli.  Svo virðist sem margt af reglugerðarefninu t.d. sé skrifað af mönnum sem aldrei hafa komið að akstri þessara ökutækja.

Svo er ein aðal leiðin til að ná prófunum að muna bara hvernig setningarnar eru í námsbókinni. Þ.e. að nota sjónminni en ekki geta sýnt fram á skilning á efninu sjálfu.

Þetta er það sem ég man í bili...  kannski meira seinna.

B Ewing, 9.3.2007 kl. 11:48

6 Smámynd: Eiður Ragnarsson

En hver er þekking lögreglunar á festingum farms á vörubíla???

Ég keyrði bíl í 4 ár(sem er s.s. ekkert langt, en missti aldrei farm eða hluta af farmi, ég helda að almena reglan sé að upp til hópa eru þessir menn til fyrirmyndar en slóðar innanum eins og í öllum stéttum....

Eiður Ragnarsson, 9.3.2007 kl. 23:02

7 Smámynd: B Ewing

Eiður.

Þekking lögrelunnar á því hvernig ber að festa farm er takmökuð að nokkru leyti.  Lögreglan hafði nokkra fulltrúa frá Umferðareftirlitsdeild Vegargerðarinnar með sér á staðnum til halds og trausts. 

Þetta átak verður vonandi til þess að menn passi farminn betur, það hafa bílar verið að missa farminn, t.d. við Rauðavatn, og heppni hefur ráðið því að ekki hafi orðið alvarleg slys á fólki.

Í heild inni er Suðurlandsvegur í afar vondum málum ( sjá EuroRap mælingar )

B Ewing, 10.3.2007 kl. 11:06

8 identicon

Heilt yfir held ég að kennsla til aukina ökuréttinda sé að mestu í lagi en í því sem örðu má alltaf gera betur og er þetta tilefni til að leggja enn frekari áherlsu á  þann þátt sem snýr að merkingu og frágangi á farmi.

Ég held að almennt þá sé það ekki þekkingarleysi þó svo að það geti verið í einhverjum tilfellum heldur tel ég að við Íslendingar séum óagaðir og kærulausir í umferðinni.  Við vitum það t.d öll að hámarkshraðinn er almennt 50 þéttbýli og 90 á þjóðvegi með bundnu slitlagi, að það er bannað að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur.  Sá kasti steini sem saklaus er, í því að hafa ekki farið yfir þann hámarkshraða einhvertímann !!!!   Ætli ökuskólar hafi klikkað á því að kynna nemendum sínum hver hámarkshraðinn sé á götum og vegum landsins?  Það mætti ætla það miðað við það hversu margir eru teknir fyrir of hraðann akstur.

Svo skulum við gæta að því að það er alveg sama út úr hvaða námi aðilar koma,  við það eitt verða menn ekki fullkomnir starfsmenn í sínu fagi.  Reynsla manna skiptir ekki síður máli og hvernig verður hún tilkomin?  Jú með því að starfa við sitt fag og læra af sér eldri mönnum og vera tilbúnir til að taka við leiðsögn.  Það er nú eitt af því sem hefur loðað svolítið við þessa stétt, sú sjálfímynd að það sé engin betri bílstjóri en maður sjálfur og það er engin sem þarf að segja mér til.  Ég vil sjá svipað fyrirkomulag í auknum ökuréttindum eins og í almennum ökuréttindum þar sem unglingurinn getur farið í það sem kallað er æfingaakstur.  Fyrirkomulagi á því er svo sem ekki fullmótað í mínum huga en væri vert að hugsa út í.

Það er margt sem þarf að skoða sem snýr að akstri ökutækja í almennri umferð og fyrst og fremst er það ökumaðurinn sjálfur hverju sinni sem verður að vera agaður og bera virðingu fyrir sér og ekki síst öðrum í umferðinni.  Megin reglur á akstri í umferð tel ég að aðilar sem hafa öðlast ökuréttindi hafi á hreinu en svo er það að fara eftir þeim.  Það er síðan auðveld leið til að komast sem þægilegast frá hlutunum þegar lögreglan hefur afskipti af ökumanni að bera við þekkingarleysi því að spurt gæti verið, ef þekkingin er til staðar, afhverju hafi ekki verið farið eftir þeirri þekkingu.

Nú þegar höfum við eitt banaslys í umferðinni á þessu ári, einu banaslysi of mikið.  Við þurfum öll að taka okkur á í umferðinni og vera ófeiminn að láta í okkur heyra og tjá okkur um umferðarmál.  Umferðin kemur okkur öllum við.

Læt staðar numið að sinni

Grétar Viðarsson (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 11:37

9 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Grétar hefur lög að mæla!

Egill Rúnar Sigurðsson, 13.3.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband