Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Sýndarmennska

Alveg ótrúleg leikflétta hjá N1 sem undanfarin ár hefur verið leiðandi í verðhækkunum og ef mér skjálast ekki þá voru þeir einmitt fyrstir nú í vikunni að hækka eldsneytið hjá sér.  En líklega hafa þeir þurft að hækka til þess að geta sýnt fram á þennan leikaraskap að gefa nú 10 króna afslátt af eldsneyti í dag, ekki gátu þeir hugsað sér að lækka framlegð sína einn dag.  En það verður kannski ekki skafið af þeim að þetta er nokkuð sniðug aðferð þ.e að hækka um nokkrar krónur og gefa svo afslátt nokkrum dögum seinna, þá allavega lýtur það þannig út að þeir séu að gefa eftir af sinni köku.

En líklega verður það seint sagt að N1 verði ekki fyrst til þess að hækka og allra síðast til þess að lækka!


mbl.is Eldsneytisverð víða lækkað í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spyr sá sem ekki veit

Sagt er í frétt af fundinum

"Fundurinn samþykkti einnig tillögu þess efnis að hafi verði vinna við reglur um setu fulltrúa VR í stjórnum og siðareglur þeirra"

Það sem vantar hinsvegar er hver á að vinna þessa vinnu, er það trúnaðarráðið eða verður skipaður sérstakur vinnuhópur fyrir verkið?

- Spyr sá sem ekki veit.


mbl.is VR flýtir stjórnarkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna lokaður fundur?

nyttlogovr

 

Af hverju var fjölmiðlum ekki leyft að vera á fundinum?  Sérstaklega í ljósi þess að félagsmenn VR eru staðsettir um allt land og margir sem höfðu ekki tækifæri á því að komast á fundinn.  Það hefði verið möguleiki að streyma fundinum á lokuðu svæði á heimasíðu VR ef mönnum var svona illa við að fjölmiðlar væru viðstaddir.

Ég ætla svo sem ekki að segja hvort formaðurinn hefði átt að segja af sér eða ekki, það er nokkuð sem hann verðu að gera upp með sjálfum sér. 

Hinsvegar held ég að hann geti sem f.v. stjórnarmaður í Kaupþing fært rök bæði með og á móti þeirri ákvörðun sem tekinn var á sínum tíma.  Einnig tel ég að hægt sé að færa rök fyrir því að formaður VR sitji í stjórnum fyrirtækja þar sem lífeyrissjóður félagsins hefur lagt mikla fjármuni til, það hlýtur að vera starf formanns að gæta hagsmuna félagsmanna eins og kostur er. 

Hinsvegar er spurning hvort formaðurinn hefði átt að þiggja aukalegar greiðslur fyrir stjórnasetuna, spurningin er kannski sú hvort þær greiðslur sem greiddar væru fyrir stjórnarsetu hefðu ekki átt að renna beint til félagsins.

En það sem ég tel hinsvegar að formaðurinn ætti að skoða alvarlega er að endurskoða laun sín í samráði við stjórn félagsins.  Eru það eðlileg laun að formaður verkalýðsfélags sé með hátt í tvær milljónir á mánuði?  Hvað ætli þurfi marga félagsmenn til þess að greiða launin sem koma bara frá félaginu, ætli það séu ekki þrjú til fjögur hundrum félagsmenn sem þurfa að greiða félagsgjöld sín til þess að félagið eigi fyrir launum formannsins. 

Það verður áhugavert að fylgjast með þeim hagræðingaraðgerðum sem formaður félagsins tekur fyrir til þess að ná niður rekstrarkostnaði félagsins, sem verður að teljast í hærri kantinum miðað við uppgefnar upplýsingar síðustu ár.


mbl.is Afsagnar formanns ekki krafist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Framsóknarflokkurinn rotinn að innan?

Það voru stór mistök sem fv. alþingismaðurinn Bjarni Harðarson gerði í gærkvöldi.  Það var ekki einungis sú ákvörðun hans að óska eftir því við aðstoðarmann sinn að senda umrætt bréf til fjölmiðla heldur  í raun eru stóru mistökin þau að óska eftir því við aðstoðarmann sinn að falsa sendinguna til fjölmiðla,  með það að markmiðið að bréfið kæmist "nafnlaust" til fjölmiðla.

Vel má vera að metnaður fv. þingmannsins hafi rekið hann út í þessar ógöngur en maður hlýtur að spyrja sig þeirrar spurningar hvort þingflokkur Framsóknarflokksins sé í raun og veru starfshæfur eftir allt sem á undan er gengið.  Það er líklega orða sönnu sem amma mín sáluga sagði einu sinni  "versti óvinur framsóknarmanna eru framsóknarmennirnir sjálfir". 

Á undanförnu ári hafa stærstu áföll flokksins verið afleiðing þess sem gerist innan hans, líklega er þessi ágæti flokkur að verða rotinn að innan, þó svo ég ætli ekki að fullyrða neitt um það.  En eitt er víst að það bíður formanns flokksins erfitt verkefni að reyna byggja flokkinn upp bæði innra sem og ytra starf hans.  Það verður reyndar að teljast ólíklegt að honum takist það erfiða verkefni og rík krafa félagsmanna um formannsskipti hljóta að vera orðnar háværari með hverjum deginum.


mbl.is Fékk aðeins í magann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engu líkara en það væri verið að opna nýja raftækjaverslun

09202Íslendingar er auðvitað alveg hreint stórkostlegir.  Ég átti leið framhjá áfengisversluninni í dag og það var engu líkara en þetta væri síðasti opnunardagur verslunarinnar nú eða hugsanlega var áfengisverslunin búinn að opna nýjan raftækjamarkað í verslunum sínum, slík var örtröðin.

Ég fór að velta þessu fyrir mér hvort þetta gætu verið skýringarnar, en svo var auðvitað ekki heldur var hinn sanni íslendingur að fara að ráðleggingum Baugsmanna um að hver og einn ætti að hamstra matvæli og aðrar nauðsynjar og svo ekki sé nú talað um búbótina að byrja hamstra áður en 5,25% hækkun myndi skella á.

Svona til gamans þá hækkar t.d rauðvín sem við kaupum oft um heilar 68 krónur og það er nú alveg þess virði að birgja sig upp fyrir þá upphæð, eða hvað? Wink


mbl.is Örtröð í verslunum ÁTVR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband