Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Ósk um bæn

candle-down
Kæru vinir og félagar,
mig langar til þess að biðja ykkur um að hafa Sólveigu Þóru systur mína með í bænum ykkar í dag og næstu daga.  Hún er nú komin á Landspítalan Fossvogi.  Eftir tæpa klukkustund þá fer hún í mjög erfiða höfuðaðgerð og þarf hún því á öllum þeim styrk að halda sem hún getur fengið.
Hún er sterk stelpa og ekki vantar neitt uppá þegar hún getur hjálpað öðrum og sjaldan biður hún um aðstoð sjálf.  En nú þarf hún svo sannarlega á styrknum að halda.

Sumarið er tíminn

IMG_1355

Sumarið er að koma
ég heyri vel í því.
Hitinn fer hækkandi
því í sólina sést oftar í.

Öll laufin springa út
og grasið verður grænt.
Fortíðar þjófar skila öllu
sem um veturinn höfðu rænt.

Ástin lætur til sín taka
þó svo það sé dagur eða nótt.
Svo fallast pörin í faðma
og sofna róglega en fljótt.


Þursi

 

Með þessu ljóði vil ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars og þakka fyrir stórskemmtilegan vetur.


Góðan daginn, ég hringi til þess að afpanta

Þetta verður klárlega upphafið af fyrsta símtali morgundagsins þegar ég hringi í Úrval Útsýn og afpanta spánarferðina fyrir sumarið.  Hér verður Spánarveður í allt sumar samkvæmt "kellingabókum" og eins og alþjóð veit þá hafa þær margsinnis sannað gildi sitt. 

Nú er það bara Ásbyrgi, Kópasker, Egilsstaðir, Mjóifjörður og Norðfjörður svo eitthvað sé nú nefnd - þessir staðir verða líklega eins og Alicante eða álíka staðir hvað hita varðar Cool


mbl.is Sumar og vetur frusu saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna hér

Sem betur fer fór vel.  En stóra spurning dagsins "hvað var í pokanum" þarna er fréttamaðurinn klárlega að missa fótfestuna þegar hann "gleymir" að spyrja um eitt af aðalatriðum atviksins Wink

En svo erum við að segja það að hlutirnir geti bara gerst í Bandaríkjunu...... hum


mbl.is Konu kippt upp úr gjótu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott

Tölvumynd af Norðurturni.

Þessi bygging verður samkvæmt myndinni stórglæsilegt, verður mikill sómi bæði fyrir Kópavogsbúa svo ekki sé nú meira sagt.  En hvað ætla þeir að gera við allt þetta skrifstofurými, nú þegar er bygging hafinn við einn turn sem af einhverri tilviljun er beint á móti þessum.  En án efa verður hægt að finna kaupendur eða leigendur af þessu öllusaman.  En hvað sem því líður væri ég alveg til í að eiga efstu hæðina í öðrum hvorum turninum og búa þar.... flott útsýni þar!

 


mbl.is Fyrsta skóflustungan tekin að Norðurturni við Smáralind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

N1 - Þvær hendur sínar uppúr rauðu!

Dæmi hver sem vill, þetta eru kannski allt ólögleg merki mjög lík og keimlík??

n1
n4
skylogo
samfylkklofn

Öll eru þau byggð á rauðum grunni með hvítu letri - Spurning hvort þessi þrjú fyrirtæki lögsæki ekki rauða hættumerkið - en ekki veit ég við hvað menn eru ósáttir hjá N4 - Vissulega er þetta svipaður litur en samt ekki eins, varla geta menn skráð bakgrunns litinn sem skrásett vörumerki, eða hvað?  Mér finnst ekki einu sinni leturgerðin lík, en það eru misjafnar skoðanir manna - dæmi hver sem áhuga hefur.

Spurningin hvort N1 þurfi núna að skipta aftur um merki fari kannski í K7 með fjólubláum lit, hver veit....?


mbl.is N4 kannar réttarstöðu sína vegna nafns og firmamerkis N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eru bestir !!!???

Þarf að spyrja að því...... nei að sjálfssögðu ekki - Svarið er einfalt

KR - KR - KR

Við skulum hrópa þrefalt húrra fyrir forsætisráðherra, land, þjóð og KR

*HÚRRA*

*HÚRRA*

*HÚRRA*

 


mbl.is KR-ingar Íslandsmeistarar karla í körfubolta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjir tímar - á traustum grunni

Þá er góðum landsfundi lokið og maður gengur beinn í baki stoltari en nokkru sinni áður að vera sjálfstæðismaður. Það er mikill styrkur hverjum þeim sem fundið hefur sínum hugsjónum og stefnum ferðafélaga.

Það að sitja landsfund ásamt flokksystkynum sínum sem telja langt á annað þúsund manns er ólýsanlegt. Finna þann mikla kraft, hug og vilja sem býr með hverjum og einum.

Það er óhætt að segja að einkunnarorð landsfundar "nýjir tímar - á traustum grunni" eigi vel við og fullt erindi við okkur sjálfstæðismenn sem og landsmenn alla.

Margar ályktanir voru samþykktar landi og þjóð til heilla, nú er bara eitt eftir og er það að tryggja Sjálfstæðisflokknum öruggt og gott brautargengi í næstu kosningum svo allar þær fjölmörgu og góðu samþykktir nái fram að ganga.

Áfram X-D

P.S. Vinsamlegast takið þátt í skoðanakönnuninni hér til hliðar.

 


Sama og þegið

Hér má sjá eitt af úrunum í „Titanic-DNA“ línunni.

ææ ég held ég segi bara pass í þetta skiptið.  Ef þetta úr kostar 11,5 millur þá er spurning hvað ég ætti að selja mitt úr á, það er allavega flottara Smile


mbl.is Titanic eðalúr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjasta og heitasta æðið í vesturlöndum í dag

Það er alltaf eitthvað nýtt, ferskt æði sem grípur um sig á vesturlöndum.  Sumir hlutir stoppa lengur við en aðrir og geri ég ráð fyrir því að þetta æði vari ekki svo lengi, eða hvað?

Spuring hvenær þetta kemur til Íslands, það er eiginlega einkennilegt að þetta skuli ekki vera komið.  Sá þetta í Þýskalandi fyrr á árinu - spurning að kaupa sér eitt stykki svona í stað fótanuddtækisins sem foreldrar mínir keyptu án efa af mikilli þörf en ekki skinsemi Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband