Leita í fréttum mbl.is

KBbanka tárin

vefbordi_forsidu_2

Ég held ég hafi sjaldan verið eins kjaftstopp hvað auglýsingar varðar og þær sem KBbanki birti á fimmtudaginn í dagblöðunum. Þar sáust grátandi starfsmenn og tilkynning með að þetta fólk væri að hætta hjá KBbanka þann dag. Þessar auglýsingar þótti mér gera ákaflega lítið úr þessu fólki, lítið úr fyrirtækinu og lítið úr viðskiptavinum. Ég bara spyr hver í ósköpunum er markaðsstjóri KBbanka sem heitir reyndar núna Kaupþing? Fyrir jól barst okkur brauðkarfa sem mér skyldist á starfsfólki bankans að flestir hafi hent beint í ruslið og svo kemur þessi vægast sagt ömurlega auglýsingaherferð sem á víst að kosta einhverstaðar í kringum 200.000 milljónir…segi það satt og skrifa. Ég hefði haldið að þetta væri nú ekki svo mikið mál fyrir KBbanka að skipta um nafn þar sem Kaupþings nafnið hefur verið notað erlendis en aðeins KBbanka nafnið hér á klakanum, það hefði líklegast dugað að birta 4-6 heilssíður með tilkynningu á nafnabreytingunni að KBbanki héti hér eftir Kaupþing ! Ég neita að trúa því að markaðsdeild bankans sé svona hrikalega geld að þetta hafi verið skársti kosturinn því að mínu mati þá er bara eitthvað AÐ! En til starfsmanna Kaupþings þá vil ég segja, til hamingju með nýja nafnið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman væri að vita hvaða auglýsingastofa og eða ímyndasmiður stóð að baki þessum auglýsingum. Verri geta þær varla orðið nema þeir hafi verið með þessu að segja að starfsfólkið hafi bæði verið að lækka í launum og missa réttindi við þessar breytingar . Það verður þó að teljast hæpið.

Þóra (IP-tala skráð) 30.12.2006 kl. 00:39

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Tvöhundruð Þúsund Miljónir?????

Óttar minn ertu alveg viss????

Eiður Ragnarsson, 30.12.2006 kl. 03:33

3 Smámynd: Óttarr Makuch

hvað eru nú nokkur núll á milli vina, þetta átti nú bara að vera 200 millur, sem eru náttúrlega bara smáræði miðað við þetta

Óttarr Makuch, 30.12.2006 kl. 11:34

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Skildi nú ekki þessa auglýsingu í byrjun en áleit að þetta væri ráð til að láta taka eftir sér. Finnst þessi auglysing ekki góð.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.12.2006 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband