Leita í fréttum mbl.is

Skiljanlegur niðurskurður

Það er alltaf sárt þegar skera þarf niður í rekstri hvort heldur sem er hjá einka- eða ríkisfyrirtækjum.  Það er í raun eðlileg og skilyrðislaus krafa okkar að ríkið gæti aðhalds í öllum rekstri bæði öllu því sem snýr að stjórnsýslu sem og ríkisfyrirtækja eins og Ríkisútvarpsins ohf.  Það hafa lengið verið sögur á kreiki um að þessi stofnun hafi því miður ekki gætt hófs í rekstri og það er reyndar með öllu óskiljanlegt að stofnun eins og þessi sem fær hart nær 3.000 milljónir frá ríkinu á hverju ári til reksturs fyrir utan aðra tekjuliði skuli ekki geta rekið sig betur en raun ber vitni.  Í gegnum árin hefur stofnunin verið rekin með miklu tapi sem vitanlega er með öllu óásættanlegt. 

Ég tel það vera skildu útvarpsstjóra að skera niður og ná utanum rekstur stofnunarinnar og tel það reyndar afar mikilvægt hann geri það áður en ríkisútvarpið fer að hluta eða öllu leyti út af auglýsingamarkaði, enda eru enginn rök fyrir því að ríkið sé í beinni samkeppni við einkafyrirtæki svo ekki sé nú talað um undirboð til þess að reyna grafa undan rekstri einkafyrirtækja.

Næstu skref sem ég myndi vilja sjá er að stofnuninni verði óheimilt að selja auglýsingar næstu 12 mánuði nema í formi skjáauglýsinga og samlesnar auglýsingar í hádeginu.  Að þeim tíma liðnum yrði staðan endurmetin með tilliti til samkeppnissjónarmiða m.a í tilliti til eignatengsla annarra fjölmiðla.  Afnotagjöld stofnunarinnar verði afnuminn og innheimt í formi skatta enda eru afnotagjöldin ekkert annað ein bein skattheimta af heimilum landsins.  Reyndar gæti það verið fróðlegt að kanna hvort ekki væri hægt að setja upp áskriftarkerfi og stofnunin gæti selt aðgang að netinu sínu svipað og 365 gerir í dag.  Með þeim hætti gæfist þeim sem vildu kostur á að kaupa sér áskrift og aðrir sem ekki kjósa að vera áskrifendur sjá ekki dagskrána. 


mbl.is Aðför að fréttastofunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit um vinnustað þar sem var niðurskurður,allir minkuðu vinnuhlutfall sitt svo ALLIR gætu fengið vinnu áfram.Í hlutastörfum og engin yrði atvinnulaus.Lækka laun toppana hjá RÚV og allir hafa vinnu eða stafar uppsögnin af einhverju öðru en samdrætti og sparnaði?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 13:12

2 identicon

Það má vera að slík ráðstöfun myndi fækka uppsögnum hjá RÚV en það myndi ekki koma í veg fyrir allar uppsagnir enda hefur "eignarhaldsfélag" RÚV fengið að grassera síðustu áratugi án afskifta..

Þórður (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband