Leita í fréttum mbl.is

Skyldi stjórnarandstaðan hafa fengið einhverjar spurningar og fundur með Guðlaugi Þór heilbrigðisráðherra

Það var ánægjulegt að sjá hve margir höfðu tækifæri á að sækja fundinn í Háskólabíó, samkvæmt fréttum var allt fullt út úr dyrum og það er vissulega gleðilegt.  Enn ánægjulegra var að heyra að stór hluti ríkisstjórnarinnar hafi mætt ásamt þingmönnum, vitanlega komust ekki allir á þennan fund eins og t.d. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, sem var á fundi í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á sama tíma.

En mér leikur forvitni á að vita hvort stjórnarandstaðan hafi fengið einhverjar spurningar úr sal og ef svo hverjar þær voru. 

Skildi einhver hafa spurst fyrir um vantraust tillögu þeirra sem lögð var fyrir þingið í dag? 

Skyldi einhver hafa spurt hvort eðlilegt væri að alþingismaður væri virkur þátttakandi í róttækum mótmælum gegn lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu, líkt og Álfheiður Ingadóttir þingmaður Vinstri grænna gerði á laugardaginn? 

Skyldi einhver hafa spurt stjórnarandstöðuna um þær lausnir sem þessir þrír þingflokkar leggja til vegna þess ástands sem ríkir nú í þjóðfélaginu? 

Án þess að ég vilji fullyrða nokkuð, þá leyfi ég mér að efast um að þessar spurningar hafi verið bornar upp.

Þetta eru þó spurningar sem ég hefði gjarnan vilja fá svör við og án efa spurt um ef ég hefði komist á fundinn.  Ég hef þó ákveðið að senda þessar spurningar á formann Framsóknarflokks, Frjálslindaflokks og Vinstri grænna og bíð spenntur eftir svari.  Ef ég fæ svör verða þau að sjálfssögðu birt í athugasemdum.

Ég sótti hinsvegar opin fund með Guðlaugi Þór, heilbrigðisráðherra, og var hann afar gagnlegur.  Fór ráðherrann yfir efnahagsmál sem og kynnti heilsustefnu sem ber heitið "Heilsa er allra hagur".  Þar er á ferðinni metnaðarfull og afar áhugaverð stefna sem ráðherrann hefur sett í laggirnar.  Eftir að framsögu lauk svarði ráðherrann fyrirspurnum úr sal sem voru fjölbreyttar.   Sem sagt mjög góður og skemmtilegur fundur í Breiðholtinu.


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

                Frjálst land fólk má mótmæla hvort sem það situr á þingi eða keyrir strætó!!

raggi (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband