Leita í fréttum mbl.is

Setja þarf takmarkanir á Rúv og 365 fjölmiðla

Að mínu mati þarf að setja takmarkanir bæði á RÚV sem og 365 sjónvarpsmiðlana.  Einhverjir kunna að spyrja sig af hverju en ástæður þess eru afar einfaldar.  RÚV er ríkis rekinn fjölmiðill sem hefur heimildir í lögum fyrir að senda fólki áskriftargjöld hvort sem því líkar betur eða verr og hvort heldur sem það horfir eða hlustar á rásir stofnunarinnar eða ekki.  Sjónvarpsmiðlar 365 eru hinsvegar áskriftarmiðlar sem fólki gefst kostur á sjálfviljugt að vera áskrifandi af.  Hinsvegar hafði síðarnefnda fyrirtækið lofað viðskiptavinum sínum því að eftir að áskriftarfjöldinn næði ákveðnu fjölda myndi t.d öll útsending stöðvarnar verða í læstri dagskrá eins og eðlilega hlýtur að teljast miðað við að viðskiptavinir greiða háar fjárhæðir á mánuði hverjum fyrir að horfa á stöðvarnar.  Báðar þessar stöðvar hafa því talsvert forskot á einu fríu sjónvarpsstöð landsins þ.e Skjá Einn sem þrífst einungis á auglýsingamarkaði.

Ég segi því að bæði RÚV sem og 365 sjónvarpsmiðlarnir þyrftu að lúta sérákvæða hvað varðar auglýsingabirtingu.  Eins og staðan er í dag ætti Skjár Einn í raun að vera eina sjónvarpsstöðin sem mætti nýta sér 20% útsendingu á auglýsingum en líklegra væri að bæði RÚV og 365 sjónvarpsmiðlarnir ættu að vera vel innan við 10% markið ef þeir ættu þá yfir höfuð að fá að vera með auglýsingar.


mbl.is Vilja takmarkanir á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna erum við ekki sammála Óttarr!!!!/Rúv er rétta hitt er það sem við bara ráðum sjálf hvort og hvað við kaupum,auðvitað ber að einkavæða Rúv!!!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.7.2008 kl. 13:24

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Nei við erum aldeilis ekki ósammála Halli, ég vill gjarnan einkavæði RÚV enda hefði átt að stíga það skref fyrir mörgum árum síðan.  Fyrr mun ekki fjáraustri hjá stofnuninni linna, það er alveg ótrúlegt að sjá t.d hver framleiðslukostnaður er hjá RÚV miðað við 365 sjónvarpsmiðlana og Skjá einn.  Til að mynda sá ég einhverstaðar skrifað án þess að ég þori að segja til um hvort það sé hárrétt að eitt áramótaskaup hafi kostað jafn mikið og heil syrpa af Svínasúpunni.  En það er auðvitað aðeins eitt dæmi af mjög mörgum.

En hverjar eru líkurnar á því að stofnunin verði einkavædd á næstu 2 til 5 árum??  Ég tel það ákaflega ólíklegt - því miður.

En ég vill hinsvegar að hætt verði að innheimta afnotagjöld hið snarasta og eigi síðar en strax!  Á meðan þetta er ríkisstofnun þá á þetta eðlilega að koma úr sköttum og þessi stofnun á að vera á beinum fjárlögum eins og flestar aðrar stofnanir.

Óttarr Makuch, 21.7.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband