Leita í fréttum mbl.is

Atvinnumótmælendur á útsölu

Sá ánægjulegi atburður átti sér stað í dag að nýr meirihluti tók við völdum hér í Reykjavík.  Meirihluti sem mun láta verkin tala og hefur nú þegar gert með því að lækka fasteignaskatt sem allir borgarbúar njóta góðs af, einnig hefur meirihlutinn gert með sér sterkan málefnasamning borgarbúum til hagsbóta.  Meirihluti Frjálslyndra og Sjálfstæðisflokks mun verða dæmdur af verkum sínum alveg eins og allir aðrir meirihlutar sem stýrt hafa borginni í gegnum tíðina.  Þess vegna getur það verið hvimleitt að heyra hve harða sleggjudóma margir fjölmiðlamenn eru tilbúnir að halda á lofti bæði í garð nýja meirihlutans sem og einstakra aðila sem eru innan hans. 

Því miður ákvað fámennur hópur að setja svartan blett yfir annars góðan dag fyrir okkur reykvíkinga.  En hugsanlega má finna skýringu á því að atvinnumótmælendur hafa verið á útsölu og það líklega með 80% afslætti.  Eins og einn viðmælandinn á Bylgjunni sagði í dag "þeir geta ekki verið uppá Kárahnjúkum því það er svo kalt þar á þessum árstíma".  Það sem var svo sorglegt við mótmælin í ráðhúsinu um hádegisbilið er hve ómálefnaleg þau voru og ekki þótti mér merkileg framkoma þeirra oddvita sem reyndu eftir fremsta megni að æsa hópinn.   Reyndar skaut það upp í huga mér hvenær löngufrímútur yrðu búnar í fjölbrautaskólunum í greindinni.  Það má með sanni segja að þetta hafi verið hávær 100 manna hópur sem gerði það að verkum að þeir sem áhuga höfðu á að fylgjast með framgangi fundarins gátu það ekki. 

Vissulega hafa allir rétt á því að mótmæla og oft á tíðum geta mótmæli hreinlega verið skemmtileg en þessi hegðun var hreint til skammar fyrir þennan hóp og þrátt fyrir að ég sé feginn að hann var ekki á pöllunum fyrir þremur mánuðum síðan eða svo þá get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvers vegna þau voru ekki þar?


mbl.is Ólafur hyggst láta verkin tala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Já Óttarr minn, mér finnst reyndar framhaldsskólakrakkar sýna yfir höfuð meiri þroska en þetta stjórnlausa hyski sem kom þarna í dag, var sjálfum sér og sínum flokki til mikillar skammar, en það er samt góð hugleiðing hjá þér með frímínóturnar og færslan fekk alveg 10 í einkunn hjá mér

Inga Lára Helgadóttir, 24.1.2008 kl. 22:12

2 identicon

Er þetta Ólafur F. undir dulnefni eða? Mér finnst svona mótmæli mjög kjánaleg en mér finnst jafnvel kjánalegra að kalla svona svik fyrir borgarstjórastólinn einan 'ánægjulegan atburð'.

Gunnar (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 06:24

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Kæri Gunnar,

Eins og ég tala um hér fyrir ofan er ég að tala um nýja meirihlutann í heild sinni ekki einstaka borgarfulltrúa sem að honum koma.

Ég held að fólk muni verða ánægt þegar það sér þau verk sem meirihlutinn mun vinna í þágu borgarbúa. 

Óttarr Makuch, 25.1.2008 kl. 08:40

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Það er ótúrlegt Óttarr minn, að þegar þeir töpuðu stólnum núna í vikunni, þá er það eitthvað ósanngjarnara en þegar Villi var felldur, ég sé ekki samhengið í því. Mér finnst þessi færsla hans Gunnars ekki svara verð

Kveðja til þín Óttarr minn,

Inga Lára. 

Inga Lára Helgadóttir, 25.1.2008 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband