Leita í fréttum mbl.is

Hræsni Siðmenntar

Nú veit ég að margt af því fólki sem vinnur fyrir Siðmennt er sómafólk og þess vegna skil ég ekki þessa hræsni hjá Siðmennt.

Það er ótrúlegt að fylgjast með starfi félagsins.  Þau vilja halda því sem þeim þau græða á með einum eða öðrum hætti en sleppa öllu öðru.

Tökum dæmi

Siðmennt er með borgaralegar fermingar sem gefur félagsmönnum þeirra kost á því að fermast í staðinn fyrir að fermast í kirkjum landsins.  Hver er ástæðan fyrir því að Siðmennt sem er félag siðrænna húmanista á Íslandi er að bjóða upp á fermingar

samkvæmt þjóðkirkjunni er ferming (tekið af kirkjan.is)

"Ferming er athöfn þar sem fermingarþeginn staðfestir skírn sína. Fermingin er tilkomin vegna skírnarinnar. Ef engin væri skírnin væri fermingin þar með ekki til. Orðið „ferming“ er dregið af latneska orðinu „confirmatio,“ sem merkir m.a. „staðfesting.“ Hugsunin að baki er sú, að þegar barnið hefur fengið aldur til geti það staðfest loforð foreldranna frá skírnarstundu þess, að ala það upp í kristinni trú. Fermingarbarnið fær tækifæri til að játast Kristi og leitast við að hafa hann að leiðtoga lífs síns".

Hver er ástæðan fyrir því að fólk sem ekki er kristið vill fermast?  Hvað er verið að staðfesta - væntanlega þarf ekki að staðfesta borgaralega nafnagjöf?

Jóla- og páskafrí

Siðmennt vill halda því inni þar þrátt fyrir að trúa ekki á gildi hvorki jóla- né páska, hver er þá ástæðan fyrir því að Siðmennt vill halda þessu inni?

En aftur á móti vill Siðmennt að

Kristnifræði, aðventuleikur, aðventustund, jólaföndur, páskaföndur ofl fari úr grunnskólum landsins.

Eftir því sem ég kemst næst þá get ég einfaldlega ekki kallað þetta annað í hræsni.  Af hverju hræsni - jú vegna þess að fólk sem vill halda í hluta pakkans en henda öðru sem ekki hentar þeim.

Af hverju er þetta fólk ekki einfaldlega samkvæmt sjálfum sér og segir að allt sem snertir kristna trú skulu fara út og þar með talið þær "borgaralegu" athafnir sem það býður sjálft uppá.

 


mbl.is Ráðherra segir Siðmennt misskilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Persónulega finnst mér þessi félagsskapur sem ranglega nefnir sig Siðmennt, vera mjög siðblindur hópur. Þetta er svona örlítill öfgasinnaður hópur sem öllu vill ráða og berst af hatri og illsku gegn yfirgnæfandi meirihlutasjónarmiðum.

Stefán (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 09:12

2 Smámynd: Heiða María Sigurðardóttir

Mér finnst þú taka ansi stórt upp í þig, Stefán, hvað hefur þú fyrir þér að þetta fólk "berjist af hatri og illsku"? Þetta finnst mér ljótt af þér að segja.

Óttarr, hvar hefur Siðmennt sagt að kristnifræði, aðventuleikur, aðventustund, jólaföndur og páskaföndur skuli fara burt úr grunnskólum landsins?

"Jóla- og páskafrí, Siðmennt vill halda því inni þar þrátt fyrir að trúa ekki á gildi hvorki jóla- né páska". Mér finnst þessar hátíðir hafa gildi fyrir mig -- menningarlegt og persónulegt -- en ekki trúarlegt. Er það hræsni? Er það ekki smávegis hræsni þá að kristni hafi tekið yfir alls konar hátíðisdaga sem áður fyrr voru ekkert tengdir þessari trú? Sjá t.d. hér: http://visindavefur.hi.is/?id=6396 Úr svarinu: "Segja má að næstum allir alþjóðlegir kristnir hátíðisdagar eigi sér einhverjar rætur í eldri veraldlegum hátíðum, og hófst þess þróun þegar í gyðingdómi."

Heiða María Sigurðardóttir, 30.11.2007 kl. 09:25

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Kristnifræði, aðventuleikur, aðventustund, jólaföndur, páskaföndur ofl fari úr grunnskólum landsins."

Ég tala ekki fyrir Siðmennt en ég er nokkuð viss um að þetta er rangt hjá þér.  Siðmennt vill ekki að kristnifræði fari úr grunnskólum landsins, a.m.k. veit ég að Siðmennt styður kennslu um trúarbrögð með áherslu á kristni vegna sögu þjóðarinnar.

Siðmennt vill heldur ekki að jólaföndur og páskaföndur fari úr grunnskólum landsins.  Það var rangt haft eftir talsmanni siðmenntar í fjölmiðlum þegar talað var um að hann vildi litlu jólin burt, það sagði hann víst aldrei.

Siðmennt vill að kristinboð fari úr grunnskólum landsins.  Finnst þér það ósanngjörn krafa?

Matthías Ásgeirsson, 30.11.2007 kl. 09:45

4 Smámynd: Sigurjón

Það er líka varasamt að blanda saman siðferði og hátíðisdögum.  Það eru allsendis óskyldir hlutir.

Fólk þarf á frídögum að halda til að hlaða batteríin og þegar ég held jól, held ég þau á þeirri forsendu að eyða gleðistund með fjölskyldunni umlukinn ljósi og friði.  Það kemur kristni ekkert við. 

Sigurjón, 30.11.2007 kl. 09:59

5 Smámynd: Óttarr Makuch

Það var einhver á vegum siðmenntar í útvarpinu í gær og þar var talað um að allt sem tengdist kristinni trú ætti að víkja.  Nema fríin, eða eins og hann sagði þá er það orðinn hluti af kjarasamningum - sem er alrangt.

Óttarr Makuch, 30.11.2007 kl. 10:03

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Siðan hvenær eru frídagar ekki hluti af kjarasamningum.  Finnst þér ekki dálítill hræðsluáróður fólginn í því að ef við minnkum eitthvað vægi kristni í þjóðfélaginu muni fólk missa jóla- og páskafrí?

 "Það var einhver á vegum siðmenntar í útvarpinu í gær"

Manstu á hvaða útvarpsstöð og hvenær þetta var?  Ég myndi gjarnan vilja heyra þetta. 

Matthías Ásgeirsson, 30.11.2007 kl. 10:10

7 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég vil hinsvegar fara aðra leið og stórauka trúabragðafræðslu í grunnskólum.  Leyfa börnunum að kynnast flestum ef ekki öllum trúarbrögðum heims og leyfa þeim svo að taka ákvörðun í framhaldinu.  Vissulega verður alltaf einhver hluti sem finnur sig ekki í trú og ákveða að verða svo kallaðir trúleysingjar og það er ekkert athugavert við það.  Góður félagi minn er til að mynda trúleysingi og ákvað að fermast hvorki kristinni fermingu né svokallaðri borgaralegri fermingu.  Eins og hann sagði - ég trúi ekki á neytt og af hverju ætti ég þá að vilja taka þátt í því?

Óttarr Makuch, 30.11.2007 kl. 10:18

8 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er furðulegt að það eigi að kenna um öll önnur trúarbrögð í skólum nema kristinfræði. Siðmennt vill breytingar í skólakerfinu sem falla að þeirra eigin trúarbrögðum humanismanum. Hversvegna á humanismatrúin að vera ráðandi í íslensku skólakerfi?

Reynslan er humanismanum hefur ekki verið sérstaklega góð ef við lítum til Kína og sovétríkjanna, en hugmyndafræði kommúnismans er lítið annað en humanismi. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 30.11.2007 kl. 10:56

9 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Er húmanismi trú? Þau eru að berjast fyrir því að verða skráð sem trúfélag.

Kommúnismi er ekki það sama og húmanismi. Kommúnistar tóku t.d. fólk af lífi.  Er það ekki eini munurinn á kommúnisma og húmanisma?

Og það er enginn að segja að það megi ekki kenna börnum UM kristni Í trúarbragðafræði. Það má bara ekki stunda TRÚBOÐ í skólum. Kristniboð er ekki stundað í skólum

Guðrún Sæmundsdóttir, 30.11.2007 kl. 11:25

10 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég er mjög sáttur við að prestar fari í heimsókn bæði í leik- og grunnskóla og sé hreinlega ekkert athugavert við það.  Sérstaklega í ljósi þess að við erum með þjóðkirkju.  Enn og aftur þá segi ég að öflug trúarbragðafræðsla í grunnskólum er leið til þess að efla vitund barna á fjölda þeirra trúarbragða nú eða trúleysis í heiminum.

Óttarr Makuch, 30.11.2007 kl. 11:38

11 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Ég er mjög ósáttur við að prestar hafi aðgang að leik- og grunnskólum. Ég hef átt börn í skólum síðustu ár og hef upplifað þjáningar þeirra barna sem standa fyrir utan kristna trú, þau eru í raun beitt andlegu ofbeldi inni í þessum menntastofnunum. Ef við erum sammála því að almennir skólar eigi að vera fyrir alla, þá verðum við að hætta þessu trúboði innan þeirra veggja. Hlutlaus trúarbragðafræðsla er af hinu góðu og leiðir til upplýstrar umræðu.

Jón Þór Bjarnason, 30.11.2007 kl. 12:15

12 Smámynd: Óttarr Makuch

Hver er að tala um að prestur ætti að sjá um alla trúarbragðafræðslu?  Væntanlega er það hlutverk kennara.

Óttarr Makuch, 30.11.2007 kl. 13:35

13 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Ferming er ekki bara til í kristinni trú því þetta er í raun ekkert annað en manndómsvígsla sem tíðkast í flestum menningarkimum heimsins og hefur sennilega gert frá því áður en maðurinn skapaði gvuði.

Þótt kirkjan eigni sér fermingu og skilgreini sem einhvers konar staðfestingu á gvuðstrú er ekki þar með sagt að aðrir megi ekki viðhalda þeim sið að framkvæma manndómsvígslur, neitt frekar en sólstöðuhátíðir ofl. sem kirkjan hefur í seinni tíð eignað sér.

Ef ferming er staðfesting á trú, eins og kirkjan vill vera láta, ætti að færa fermingaraldurinn upp í 18 ár, enda um mikilvæga ákvörðun að ræða sem ætti ekki að neyða uppá börn. Spurning bara hversu margir mundu þá ekki sleppa því, enda þá komnir til meiri þroska.

Víðir Ragnarsson, 30.11.2007 kl. 13:59

14 identicon

Heimspekileg yfirferð á helstu trúarbrögðum og tilurð þeirra er málið

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 15:03

15 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég hef aldrei skilið borgaralegar fermingar.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.11.2007 kl. 18:28

16 Smámynd: Óttarr Makuch

Sæll herr g,

Ef maður segir bara ekki klassísku orð "ég er sammála síðasta ræðumanni"

Nákvæmlega - af hverju er þetta fólk ekki löngu búið að stofna sinn einkaskóla , þeim er ekkert að vanbúnaði. 

Óttarr Makuch, 30.11.2007 kl. 23:43

17 Smámynd: Óttarr Makuch

Matthías, ég held að þetta hafi verið á Bylgjunni - reyndar flakka ég svo oft á milli stöðvanna í bílnum að stundum er ég ekki alveg klár á því hvaða stöð ég er að hlusta á hverju sinni, enda skiptir kannski stöðin ekki öllu máli það er frekar innihaldið

Óttarr Makuch, 30.11.2007 kl. 23:49

18 identicon

Rétt um helmingur þjóðarinnar segist játa kristna trú. Um fjórðungur barna er ekki skírður.

Það er góð ástæða fyrir að Óttar vill ekki nefna þann frá Siðmennt og það er að enginn frá Siðmennt sagði þetta. Svo einfalt er það.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 14:08

19 identicon

Sæl verið þið.

Sem varaformaður Siðmenntar langar mig að blanda mér aðeins í þessar umræður þar sem margt sem hér er sagt er greinilega misskilningur eða beinlínis rangt. Rangt var haft eftir mér í viðtali við 24 stundir að Siðmennt væri á móti litlu jólunum - það kom hvergi fram. Hinsvegar hefur þetta verið étið upp á bloggsíðum. Sjálfur biskupinn og aðrir presta beita þessum rangfærslum og tel ég það ekki vera merki um kristilegt siðgæði að nota rangindi.

 Rétt er að Siðmennt hefur sótt um skráningu sem lífsskoðunarfélag á GRUNDVELLI laga um trúfélög. Ástæða: Lögin gera ekki ráð fyrir því að aðrar lífsskoðanir séu til aðrar en trúarlegar. Því miður getum við ekki sótt um sem lífsskoðunarfélag en stendur vonandi til batnaðar.

Afstaða Siðmenntar varðandi trúboð í skólum er einföld. Skólar eru veraldlegar stofnanir og eru fyrir alla ekki bara suma. Siðmennt hefur fengið, ár eftir ár, mörg símtöl áhyggufullra foreldra þar sem lýst er vandræðum barna þeirra í skóla vegna trúarathafna. Það er spurning um mannréttindi en ekki hvort hér sé fjölmenningarsamfélag að Siðmennt beiti sér gegn trúboði í skólum. Þetta er því heldur ekki spurning um "hatramman" og "háværan" minnihlutahóp sem er að "troða" skoðunum sínum uppá aðra svo vitnað sé í umræðuna sem á sér stað þessa dagana heldur réttindi allar.

 Mér er það reyndar hugleikið að lesa skrif sumra þeirra sem vilja viðhalda trúboði að þar virðist hvorki ríkja umburðalyndi né kristilegt siðgæði heldur mótast það af trúræði.

Húmanismi á ekkert skilt við kommúnisma né nasisma - þvert á móti. Húmanismi er heldur ekki trú. Trúleysi er einungis hluti að stefnumálum húmanista. Legg til að þið lesið ykkur til áður en öðru er haldið fram á t.d. www.sidmennt.is en þar er skýrt hvað húmanismi. Trúleysingjar þurf ekki endilega að vera húmanistar - svo við höfum það á hreinu. Siðmennt hefur ávallt lagt áherslu á að kenna trúarbragðafræði, með áherlsu á kristni vegna arfleiðar okkar, heimspeki, rökhugsun og gagnrýna hugsun.

Bjarni Jónsson (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 15:00

20 Smámynd: Sigurður Hólm Gunnarsson

 Satt og logið um stefnu Siðmenntar

Ég hef ákveðið að taka saman á einn stað flestar (en ekki allar) þær greinar sem ég hef skrifað vegna rangfærslna um Siðmennt. Satt að segja er ég orðin þreyttur á að hrekja sömu rangfærslurnar ofan í oft sama fólkið aftur og aftur. Ég hvet lesendur því að lesa þessar greinar fyrst og gagnrýna svo stefnu Siðmenntar. Það fer ótrúlega mikill tími í að svara fyrir stefnu sem Siðmennt hefur alls ekki.

<a href="http://www.skodun.is/archives/2007/01/12/satt_og_logid_um_stefnu_sidmenntar.php">http://www.skodun.is/archives/2007/01/12/satt_og_logid_um_stefnu_sidmenntar.php</a>

http://www.skodun.is

Sigurður Hólm Gunnarsson, 1.12.2007 kl. 20:45

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er svipað að ætla að siðmennt sé trúfélag eins og að til væru ekki-læknafélög eða ekki-lögmannafélög eða hvað sem fólk er sammála um að vera ekki.  Bara svo það sé út af borðinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2007 kl. 21:20

22 Smámynd: Óttarr Makuch

Kæri Bjarni,

Vel má vera að blaðamenn hafi snúið útúr orðum þínum á stöku stað, ekki ætla ég að fullyrða neitt um það.  Hinsvegar hefur það í gegnum árinn komið fram aftur og aftur að Siðmennt vill banna helgileiki í skólum, banna að börnum sé gefið nýja testamentið.  En er ekki bara ósköp eðlilegt að allir kynni sér nýja testamentið, væntanlega þurfa þeir sem velja þann kostinn að vera trúleysingja að fræðast um gildi trúarbragðanna svo þeir geti tekið ákvörðun eða hvað?

Ég ræddi við einn trúleysingja í gær sem talaði um að það væri ekki nein mannréttindi brotinn í skólum og fyrir sitt leyti hefði hann ekki fundið fyrir neinum þrýsting þrátt fyrir að þurfa sitja undir trúarbragðafræðslu.

Þú ræðir einnig um að ár eftir ár fáið þið í Siðmennt hringingar frá áhyggjusömum foreldrum.  Það væri fróðlegt að vita hve margir þessir foreldrar eru og hvort þetta séu sömu foreldrarnir sem hringja ár eftir ár eða hvort fleiri séu alltaf að bætast í hópinn.

En svo er það eitt, á að breyta öllu skólakerfinu sem flestir íslendingar eru sáttir við til þess að þóknast litlum hluta þjóðarinnar?  Enn og aftur þá tek ég undir spurningu frá einum sem skrifað hefur hér athugasemd og það er hvers vegna í ósköpunum er Siðmennt eða önnur trúleysingjafélög ekki búin að stofna sinn eigin skóla?  Það myndi leysa mörg mál fyrir þann hóp - hvers vegna er það stundum vilji fólks að vilja breyta öllu öðru í kringum sig en því sjálfu?

Óttarr Makuch, 1.12.2007 kl. 22:49

23 identicon

Þau eru EKKI sömu foreldra sem kvarta ár eftir ár. Hér er bara nokkur dæmi frá fólk sem hefur gefið okkur leyfi til að birta reynslu þeirra á heimasíðu Siðmenntar:  http://www.sidmennt.is/trufrelsi/skoli.php#3 Ég hef ekki haldið skráning ýfir öll þau simtöl og lýsingar sem við höfum fengið á 20 ára tímabil! Þau eru alltof mörg.

I will switch now to my mother tongue. I have to confess that I am appalled, shocked and saddened by all of the vicious hate phone calls and letters I have received from total strangers who call themselves Christian and most of whom refuse to give their names, and think they have the right to call me at home late at night and yell at us in Siðmennt, calling us names, calling us anarchists, Communists, Nazis. Is this kristilegt siðgæði in action?  I have lost an enormous amount of respect for native Icelanders in the last few days. I had no idea that Icelanders are so narrow-minded and ill-informed. Siðmennt has been accused of saying and doing things that we have NEVER proposed or done. We have never called anyone names and we are not trying to take Christianity out of Icelandic society.  We are rational, polite, ethical people working to provide secular alternative services to those who want them and to protect the human rights of people of diverse life stances.

Hope Knútsson, formaður Siðmenntar (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 00:54

24 identicon

Ég vil leiðrétta sum af mörgum rángfærslum og misskilingnum sem koma fram hér að ofan. Borgaraleg ferming er ekki endilega fyrir félagsmenn Siðmenntar. BF er er opið öllum og það er alls ekki  skilyrði að ganga í Siðmennt til þess að fermast borgaralega. Um 1000 unglingar hafa nú fermst borgaralega á Íslandi og erum við nú að fara af stað í tuttugasta skipti. Um 13.000 manns hafa verið viðstaddir þessir athafnir. Unglingar sem fermast borgaralega koma mjög marga úr fjölskyldur sem eru í Þjóðkirkjunni. BF er fyrir unglinga sem eru ekki reiðubúnir til að strengja trúarheit til lifstíðar. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt. Önnur eru ekki trúuð eða hafa einhvern veginn ekki áhuga á kristilegri fermingu en vilja samt halda upp á þessi tímamót í lífinu. Fermingarbörnin sækja 12 vikna vönduð námskeið þar sem þau læra ýmislegt sem er góður undirbúningur fyrir að verða fullorðin með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Boðskapurinn er að efla heilbrigt og farsælt viðhorf til lífsins. Lögð er áhersla á umburðarlyndi, gagnrýna hugsun, siðfræði, mannleg samskipti og ábyrgð einstaklingsins í nútíma þjóðfélagi. Það er ekkert kennt sem er andstætt kristni eða kirkjunni. Orðið ferming er dregið af latneska orðinu "confirmare" sem þýðir að styðja eða styrkjast. Ungmenni sem fermast borgaralega eru einmitt að styrkjast í þeirri ákvörðun að verða ábyrgir borgarar. Gott er að hafa í huga að engin getur haft "einkaleyfi" á orði. Kristnir menn eiga ekki orðið "ferming". Íslendingar nota rammheiðið orð "jól" frekar en "kristsmessa".

Hope Knútsson formaður Siðmenntar (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 01:42

25 identicon

Óttarr þú spyrð hvers vegna fólk sem er ekki kristið vill fermast. Margir hafa gagnrýnt Siðmennt fyrir að reyna að stela fermingunni frá kirkjunni. Byggist þessi ranghugmynd á því að margir halda að ferming sér sérstaklega kristið fyrirbæri, sem er rangt. Einnig eru þeir sem kjósa að fermast borgaralega stundum sakaðir um að vera hræsnarar. Sem einnig er alrangt. Þeir sem kjósa borgaralega fermingu* gera það þvert á móti oftast af mjög virðingarverðum ástæðum.Hvað er ferming?
Áhugavert er að lesa svar á Vísindavefnum við spurningunni ,,Hver er uppruni fermingarinnar?" Þar segir m.a.:,,Fermingin er eins konar ungmennavígsla og sem slík er hún sennilega jafn gömul mannlegu samfélagi. Félagshópar, fjölskyldur og þjóðfélög aðgreina stöðu og hlutverk einstaklinga á margvíslegan hátt með siðum og venjum til þess að tryggja félagslega reglu og samhæfða verkaskiptingu.Unglingavígslan tengist kynþroskatímabilinu og táknar það að einstaklingurinn er ekki lengur barn heldur ungmenni sem mætir í alvöru viðfangsefnum hinna fullorðnu og öðlast bæði réttindi og skyldur. Það er eins og það sé innbyggt í samfélög manna að þessi tímamót verði eftirminnileg. Alvaran sem fylgir vígslunum undirstrikar félagslegt mikilvægi þeirra en þeim fylgir einnig hátíð og samfagnaður sem fjölskyldan og samfélagið sem slíkt á aðild að. Í samfélögum þar sem einhæf verkaskipting ríkir er vígsluatferlið (fr. rites de passage) auðþekkt og vel skilgreint og í samfélögum þar sem miklar breytingar eiga sér stað getur það þróast og fengið nýtt hlutverk."Aðstandendur borgaralegra ferminga eru því ekki að reyna að líkja eftir kirkjulegri fermingu eins og ýmsir gagnrýnendur Siðmenntar hafa haldið fram. Kirkjuleg ferming er þvert á móti athöfn sem kristnir trúarhópar hafa búið til í kringum ævaforna og alþjóðlega vígsluathöfn þar sem börn eru tekin í fullorðinna manna tölu. Í raun er það því kirkjan sem hefur stolið fermingunni, en ekki öfugt.  Hræsni eða heiðarleiki?
Grátlegasta og jafnframt ómálefnalegasta gagnrýnin sem heyrist um borgaralegar fermingar er þegar þeir sem kjósa hana fram yfir þá kirkjulegu eru sakaðir um hræsni. Ósjaldan hafa aðstandendur Siðmenntar heyrt fólk segja: ,,Hvers vegna er fólk sem trúir ekki að fermast?"; ,,Hvað er þetta fólk að staðfesta í borgaralegri fermingu?"; ,,Þeir sem kjósa borgaralega fermingu eru bara að gera það fyrir pakkana". Staðreyndin er hins vegar sú að flestir þeir sem taka þátt í borgaralegri fermingu gera það til að koma í veg fyrir hræsni. Yfirleitt eru þetta krakkar sem vilja taka þátt í manndómsvígslu eins og allir aðrir en án þess þó að ljúga til um trú sína á guð og önnur æðri máttarvöld. Það er aðeins tvennt sem er krafist af börnum sem taka þátt í borgaralegri fermingu: Það er að þau virði rétt annarra til að vera öðruvísi og að þau verða að vera heiðarleg. Hve oft ætli prestar ítreki það við börn í fermingafræðslu að þau eigi alls ekki að fermast nema þau séu viss um að þau trúi á hinn þríeina Guð og að Jesús sé sonur Guðs sem hafi verið krossfestur til að þeir sem trúa á hann geti öðlast eilíft líf? Hve oft ætli prestar segi við börnin ,,Ef þið trúið þessu ekki ættuð þið alls ekki að fermast."? Ef marka má frásagnir fermingarbarna gerist það ekki oft. Þrátt fyrir þetta eru menn almennt sammála um að það sé ósiðlegt að ljúga, að sjálfum sér og öðrum. Auk þess hefði maður haldið að ekki væri hægt að ljúga að guði. Hins vegar eru mörg dæmi um að börn séu beinlínis hvött til þess að fermast kirkjulega, þrátt fyrir að þau hafi lýst því yfir að þau séu ekki trúuð. Samfélagið þrýstir mjög á að allir fermist, hvort sem trú er til staðar eða ekki. Því miður eru börn stundum neydd, með samfélagslegum þrýstingi, til að ljúga að sjálfum sér og öðrum. Það er afar sorglegt. Þau börn sem hafa kosið að fermast hjá Siðmennt telja sig fæst vera trúlaus. Sum þeirra eru einfaldlega ekki kristinnar trúar en hafa jafn mikla þörf og aðrir til að taka þátt í þessari ævafornu manndómsvígslu. Mörg þeirra eru til dæmis búddistar eða annarar trúar. Önnur eru ekki viss um hverju þau trúa. Til að mynda hafa börn presta fermst borgaralega, sérstaklega í þeim tilgangi að losna við að þurfa að ljúga að sjálfum sér og öðrum. Það að ung fólk skuli taka svo ábyrga afstöðu er aðdáunarvert og því sorglegt þegar fólk gerir lítið úr þessari afstöðu þeirra.Það er mikilvægt að eiga val. Þess vegna er tilvist borgaralegra ferminga mikilvæg fyrir íslenskt samfélag.  

Hope Knútsson, formaður Siðmenntar (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband