Leita í fréttum mbl.is

Nýr skipstjóri í brúnna - Sævar Freyr forstjóri

Dagurinn í dag byrjaði rólega eins og allir aðrir dagar.  Vakna, koma krökkunum í skólann og svo sitja við hlið einkabílstjórans og lesa blaðið á leið í vinnu.  Maður verður jú að vera vel inní málum líðandi stundar þegar maður kemur inn á meðal vinnufélaga. 

sævarfreyr
 

Vitir menn það var ekkert í blöðunum sem gaf tilefni til stærstu fréttar dagsins.  Því rúmlega tíu barst starfsmönnum tilkynning - með fyrirsögninni "Sævar Freyr Þráinsson verður forstjóri Símans"  Ég las textann tvisvar áður á meðan ég meðtók skilaboðin.  Ha er Brynjólfur Bjarnason sem siglt hefur skútunni undanfarin ár með framúrskarandi árangri að hætta, af hverju?  Sævar Freyr að verða forstjóri, maðurinn sem ég slóst við í æsispennandi sundbolta fyrir nokkrum mánuðum í lítilli sundlaug á Akranesi?

Brynjólfur hefur verið forstjóri Símans og Skipta því síðarnefnda frá stofnun, en það er móðurfyrirtæki Símans.  Nú eru umsvif Skipta orðið það mikil og víðtæk að hann mun einbeita sér af því að stýra þeirri skútu og án efa með góðum árangri.

Sævar Freyr mun taka við nýja starfinu þann 1 nóvember næstkomandi og þann dag verða ýmsar aðrar breytingar hjá Símanum því Elín Þórunn sem verð hefur forstöðumaður fyrirtækjasviðs tekur við starfi Sævars sem framkvæmdastjóri og Elín Rós sem verið hefur deildarstjóri mun taka við starfi Elínar sem forstöðumaður - svo dagurinn í dag var dagur mikilla frétta og breytinga, eins og áður valinn maður á hverjum stað í fyrirtækinu.

Ég hef ekki starfað lengi hjá fyrirtækinu en hef þó getað fylgst með þeim góðu verkum sem þetta fólk ásamt mörgu öðru fólki hefur unnið.  Það verður því lærdómsríkt, krefjandi og umfram allt skemmtilegt að vinna með þessu góða fólki á komandi misserum.

Sævar Freyr, Elín Þórunn og Elín Rós til hamingju með nýju störfin og megi þau vera ykkur ánægjuleg, gefandi og umfram allt skemmtileg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ertu að vinna þig i álit drengur minn/!!!!!Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 26.10.2007 kl. 23:45

2 identicon

Takk fyrir það Gummi'

Halli minn ég hélt að þú þekktir mig, þá veistu að ég er vanur að segja mína skoðun :-)

En fyrir utan það held ég að þau lesi nú ekki blogsíðuna mína :-)

otti (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 00:26

3 identicon

Mér þykir þú heldur brúnn á nefinu Óttarr

Rani (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband