Leita í fréttum mbl.is

Skólabúningarnir í Sæmundarskóli - frábært framtak

Ég er svo heppinn að fá að taka þátt í foreldrastarfi Sæmundarskóla, sem er einn framsæknasti skóli höfuðborgarinnar, ég er formaður foreldraráðs og höfum við ásamt foreldrafélaginu ákveðið í samráði við skólastjórnendur skólans að bjóða foreldrum uppá skólafatnað fyrir börnin. 

Eftir miklar vangaveltur ákváðum við að vera með fatnað frá Henson og Regatta því vitanlega þurfa börnin þægilegan fatnað sem og fatnað sem þola íslenska veðráttu.  Við undirbúningsvinnuna var varið vítt og breitt í umræðum um skólafatnað og hvers vegna hann væri ekki orðinn almennur hér á landi.  Þægindin við það að vera með slíkan klæðnað eru vafalaust fleiri en ókostir.  Einnig getur þetta verið fjárhagslega ódýrara fyrir foreldra því álagning á svona fatnað er að sjálfssögðu í algjöru lágmarki.  En ef fleiri skólar myndu vara í þetta væri vitanlega hægt að gera enn hagstæðari innkaup en við höfum verið að gera fyrir þau tæplega tvöhundruð börn sem koma til með að byrja í skólanum í vikunni.  Ef skólar til að mynda í Grafarholti og Árbæ myndu sameinast væri hugsanlega verið að kaupa hátt í tvöþúsund skólabúninga og með því væri hægt að ná verðinu niður.

Til gamans set ég inn af Henson búningunum - það vantar reyndar skóla merkið á þessa búninga.

skemmtilegir krakkar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Janus

Flott framtak hjá ykkur, það er greinilega margt jákvætt að gerast þarna í Sæmundarskóla :)

Janus, 20.8.2007 kl. 22:05

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sæmunarskóli eftir hverju er hann nefndur/kannski Sæmundar á selnum!!!!Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 20.8.2007 kl. 23:30

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Sæmundarskóli er nefndur eftir Sæmundi fróða sem margir kannast við úr Þjóðsögunum en hann þjónaði sem prestur í Odda.

Óttarr Makuch, 20.8.2007 kl. 23:45

4 identicon

Algjör snilld, bíð bara eftir að þetta verði tekið upp í Ingunnarskóla. Kveðja, Jóna

Jóna (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband