Leita í fréttum mbl.is

Aðgerðin heppnaðist vel - takk fyrir öllsömul

Heil og sæl öllsömul,

Fyrst af öllu vil ég þakka allar þær athugasemdir og pósta sem ég hef fengið við blogginu mínu varðandi systur mína.  Ég hef komið öllum þeim kveðjum sem ég hef fengið til hennar og hefur það verið henni ómældur stuðningur.  Hreint út sagt var hún alveg gáttuð á því hve margir vildu hugsa vel til sín þrátt fyrir að þekkja hana lítið eða jafnvel ekki neitt.   Hún bað mig um að setja mynd af sér hér svo hún gæti sýnt öllum að hún væri öll að hressast og gæti brosað til ykkar.  Að sjálfssögðu hlýðir maður litlu systur sinni í einu og öllu og set ég því myndina hér inn Smile

IMG00029

Af henni er helst að frétta að aðgerðin tókst vonum framar að sögn læknanna, að sögn þeirra minnti aðgerðin einna helst á söngin "höfuð-herðar-kné og tær" þar sem þeir þurftu að framkvæma aðgerð á höfði, hálsi og maga.   Aðgerðin hefur tekið töluvert á hana, hún er þreytt og þróttlítil en núna er þetta allt saman uppá við og mátturinn og styrkurinn eykst með degi hverjum og hún verður án efa farin að hlaupa um allt og skipa svolítið fyrir í vikulok.

Enn og aftur takk fyrir góðar og hlýjar kveðjur öllsömul.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Gott að vita Óttarr, ég vildi ekki skrifa neitt í pistilinn á undan, en þið komuð fram í bæn minni í dag

Inga Lára Helgadóttir, 23.4.2007 kl. 00:00

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Baráttukveðjur að austan....

Eiður Ragnarsson, 23.4.2007 kl. 00:02

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Frábært.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.4.2007 kl. 00:08

4 identicon

Kveðja til Sólveigar. Hugsa til hennar áfram, og til ykkar allra. gott að eiga svona góðan stóra bróður

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 11:33

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mikið brosir hðun fallega. Það er svo gott að heyra að aðgerðin heppnaðist vel. Ég óska henni alls góðs og bið að heilsa.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.4.2007 kl. 22:38

6 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Yndislegt að heyra góðu fréttirnar.
Og það sést á brosi hennar ,að allt mun ganga vel.
Óskir um góðan bata ,og gott er að eiga góðan bróðir.

Halldór Sigurðsson, 23.4.2007 kl. 22:58

7 identicon

Kærar kveðjur frá okkur á Stokkseyri

Gangi Sólveigu sem allra best, við hugsum

fallega til hennar og ykkar allra

Pétur Ragnar Sveinsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband